Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021.
Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021.
Mynd / Friðrik Indriðason
Líf og starf 13. apríl 2021

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu fjárframlagi frá Fljótsdalshreppi.

Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.

Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta fengið styrki úr sjóðnum óháð búsetu enda uppfylli verkefni sem óskað er eftir að verði styrkt skilyrði sem fram koma í markmiðum sjóðsins og skilyrði úthlutunarreglna sem stjórn skal setja sjóðnum.

Stjórn sjóðsins ákveður styrki til einstakra verkefna og hvernig þeir greiðast til styrkþega.

Stjórn Samfélagssjóðsins auglýsti eftir umsóknum um styrki eftir miðjan janúar og bárust alls 30 umsóknir. Heildarkostnaður verk­efna var 75 milljónir kr. og sótt um 35 milljónir kr.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita styrki til alls 18 verkefna að upphæð 12.800.000 kr.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...