Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Átaksverkefni í sauðfjárrækt
Á faglegum nótum 13. desember 2016

Átaksverkefni í sauðfjárrækt

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaks­verkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheiti verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. 
 
Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um rekstur sauðfjárbúa og greina sóknarfæri í rekstri hjá hverju þátttökubú með það að markmiði að bæta búreksturinn.
 
 
Undanfarin ár hefur RML boðið upp á verkefni sem heitir „Auknar afurðir sauðfjár“. Í því verkefni hafa skýrsluhaldsgögn búsins verið skoðuð og borin saman á ýmsan hátt ásamt því að ráðunautur hefur komið í heimsókn til viðkomandi bónda og skilað greinargerð um tækifæri í búrekstri sem eru til staðar að heimsókn lokinni. Í þeim pakka er engra rekstrargagna aflað en gögn um rekstur sauðfjárbúa hefur mjög skort undanfarin ár – bæði í vinnu sem þessari og ekki síður sem verkfæri í kjarabaráttu sauðfjárbænda.
Markhópur verkefnisins eru öll sauðfjárbú sem höfðu fleiri en 400 kindur á skýrslum, skýrsluhaldsárið 2014–2015. Þessi hópur er valinn þar sem í honum er væntanlega að finna flest þau bú sem treysta í umtalsverðum mæli á tekjur af sauðfjárrækt til framfærslu. Öll þessi bú fengu sent kynningarbréf seinni hluta nóvember þar sem þeim er formlega boðin þátttaka.
 
Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu eru þessi:
  • Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. janúar 2017.
  • Skila ársreikningi og/eða skattframtali fyrir árin 2014 og 2015 sem safnað er í lokaðan gagnagrunn fyrir 1. janúar 2017.
  • Þátttökubú hafi skilað skýrsluhaldsgögnum 2016 fyrir 31. desember nk.
  • Tekjur af sauðfjárrækt þurfa að vera a.m.k. 70% af búgreinatekjum hvers bús.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins heldur nú utanum fagfé sauðfjárræktarinnar og framlagið til þessa verkefnis miðast við það að þátttökubú greiði 35% af kostnaði en styrkurinn nemi 65% af kostnaði. Vinnuþátturinn er áætlaður fimm tímar við hvert bú auk komugjalds.
 
Verkefnisstjórar þessa átaks­verkefnis eru þau María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Þeir bændur sem áhuga hafa á þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í samband við annaðhvort Maríu eða Eyjólf en jafnframt veita þau nánari upplýsingar um verkefnið.
 
Brýn þörf er fyrir þetta verkefni en í þeim takmörkuðu bókhaldsgögnum frá sauðfjárbændum sem hafa skilað sér inn undanfarin ár sést mikill munur í afkomu og því er líklegt að víða séu tækifæri til að bæta reksturinn enda er öllum rekstri hollt að fá greiningu á stöðu sinni öðru hvoru.
Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f