Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ástand beitarlanda og skóga víða slæmt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Salamatkhan Dzhumabaeva frá Kirgistan er menntaður landfræðingur og með doktors­gráðu í vistfræði. Að sögn Dzhumabaeva er landbúnaður mikið stundaður í Kirgistan þó um 90% landsins sé fjallendi.

„Einungis 7% landsins er það sem teljast mundi hentugt til hefðbundins landbúnaðar.“
Búfjárhald er algengt í Kirgistan og um 70% af öllum landbúnaði þar í landi byggir á því auk þess sem bændur rækta hveiti, kartöflur, ávexti og valhnetur sem eru fluttar út.

„Landið var lengi hluti af fyrrum Sovétríkjunum en eftir að þau liðuðust í sundur breyttu bændur beitarstýringu og hættu að reka búfé í sumarhaga á fjöllum og fóru eingöngu að beita því á haga á láglendi. Samfara þessu hefur álag á beitilönd á láglendi aukist gríðarlega og ástand þeirra er víða mjög slæmt. Skógareyðing hefur einnig aukist hratt eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1991 bæði vegna skógarhöggs og beitar í skóglendi.“

Dzhumabaeva segir að vegna fjalllendisins í Kirgistan sé skóglendi þar mjög fjölbreytt. „Þar er að finna barrtré og ávaxtatré og allt þar á milli. Því miður er það svo að valhnetuskógar landsins eru víða mjög illa farnir vegna ofnýtingar. Heimamenn í þorpum úti á landi hafa gengið hart á skógana með öflun eldiviðar og búfjárbeit án þess að nýjum trjám sé plantað í staðinn.“

Að mínu mati er námið sem okkur er boðið upp á í Landgræðsluskólanum mjög áhugavert og ég er sannfærð um að sú þekking sem ég er að afla mér hér eigi eftir að nýtast mér þegar ég sný aftur heim. „Markmið mitt er að vinna hér að verkefni þar sem stjórnvöld, sérfræðingar og heimamenn vinna sameiginlega að verndun skóga, vistkerfisins og landsins sem heild.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...