Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands
Mynd / Skógrækt ríkisins
Á faglegum nótum 26. ágúst 2014

Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi samkvæmt því sem segir á vef Skógræktar ríkisins. Einkum ber á þessu í skógum og lundum sem gróðursettir voru fyrir árið 1999, en þá varð fyrst vart við asparryðið hér á landi.

Fyrir þann tíma var lerki gjarnan plantað í bland við ösp. Eins og flestum er kunnugt er lerki millihýsill fyrir ryðið. Í maí og júní dreifist smitefnið frá lerki yfir á blöð asparinnar en yfir sumarið dreifist það á milli aspartrjáa.


Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er.


Þar sem skaðleg áhrif ryðsins á vöxt alaskaaspar eru nú orðið vel þekkt er þess nú gætt að blanda lerki og ösp ekki saman í gróðursettum skógum. En minna er um að skógareigendur felli lerki þar sem því hefur áður verið plantað innan um ösp. Ef ætlunin er að nýta öspina er auðvitað æskilegt að vöxtur hennar verði góður og áfallalaus.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...