Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands
Mynd / Skógrækt ríkisins
Á faglegum nótum 26. ágúst 2014

Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum Suðurlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi samkvæmt því sem segir á vef Skógræktar ríkisins. Einkum ber á þessu í skógum og lundum sem gróðursettir voru fyrir árið 1999, en þá varð fyrst vart við asparryðið hér á landi.

Fyrir þann tíma var lerki gjarnan plantað í bland við ösp. Eins og flestum er kunnugt er lerki millihýsill fyrir ryðið. Í maí og júní dreifist smitefnið frá lerki yfir á blöð asparinnar en yfir sumarið dreifist það á milli aspartrjáa.


Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er.


Þar sem skaðleg áhrif ryðsins á vöxt alaskaaspar eru nú orðið vel þekkt er þess nú gætt að blanda lerki og ösp ekki saman í gróðursettum skógum. En minna er um að skógareigendur felli lerki þar sem því hefur áður verið plantað innan um ösp. Ef ætlunin er að nýta öspina er auðvitað æskilegt að vöxtur hennar verði góður og áfallalaus.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...