Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Mynd / ghp
Fréttir 19. janúar 2024

Árstíðamunur í kalkúnarækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin ár hefur kalkúnaframleiðslan hjá Reykjabúinu verið í hægum og stígandi vexti, segir Jón Magnús Jónsson framkvæmdastjóri.

Mesta neyslan á kalkúnakjöti sé frá þakkargjörðarhátíðinni fram að áramótum, ásamt örlitlum sölutoppi um páskana. Drjúg neysla sé þó yfir allt árið á smásölumarkaði og þá fari mikið inn á veitingahúsa- og mötuneytamarkaðinn.

Reykjabúið í Mosfellsbæ er eina kalkúnabúið á landinu. Aðspurður um áskoranir sem fylgi því segir Jón Magnús að þau þurfi að passa upp á að eiga alltaf nóg, sem þeim hafi tekist alllengi.

Þetta sé ekki stór markaður, sem skýri að hluta til af hverju þau séu síðasti kalkúnaræktandinn. Þá hafi verið ákveðin þrjóska að halda þessu úti og að vera ein eftir hafi ekki verið þeirra val.

Hann segir greinilegt að neytendur sækist eftir þeirra vörum og séu meðvitaðir um að velja innlenda framleiðslu í smásölu. „Hins vegar er þetta alltaf erfitt þar sem þú sérð ekki vörumerkið. Ef þú ferð á veitingastaði eða í veislu þá veistu ekki hvaðan þetta er nema að rannsaka það á staðnum,“ segir Jón Magnús.

Skylt efni: kalkúnarækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...