Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ársskýrsla Matís 2014 er komin út
Fréttir 7. janúar 2015

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Lesa skýrslu.

Skylt efni: Matís

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...