Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipuleggja og skrá eyfirsk fræði og alþýðlegan fróðleik heimahaganna og gefa efnið út.

Um miðjan áttunda áratug festi félagið kaup á tímaritinu Súlum sem gefið er út árlega, en í ár eru þar alls sautján greinar, ríkulega myndskreytt og fjölbreytt efni.

Til að mynda er rætt við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri bernskuára sinna og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með lesendur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.

Fjallar listmálarinn Kristinn G. Jóhannsson um Morgankarlana, Guðrún Sigurðardóttir segir sögu skólastjórans og baráttukonunnar Halldóru Bjarnadóttur og hestamaðurinn góðkunni, Jón Ólafur Sigfússon, rekur sögu Hestamannafélagsins Léttis.

Nýir áskrifendur að Súlum eru boðnir velkomnir í síma 863-75299 – eða í netfangið jhs@bugardur.is.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...