Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áríðandi upplýsingar varðandi tjón á túnum
Mynd / Bbl
Skoðun 3. júní 2020

Áríðandi upplýsingar varðandi tjón á túnum

Höfundur: Bjarni Jónasson
Árið 2019 hófust greiðslur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa skv. reglugerð 1260/2018 um almennan stuðning við landbúnað. Ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga frá því í nóvember 2018 náði til tveggja ára, og því verður sama fyrirkomulag fyrir árið 2020.
 
Þótt stórir gæsaflotar sjáist nú í túnum víða um land, þá hafa engar tjónaskýrslur ennþá skilað sér inn í Bændatorgið fyrir árið 2020. Í fyrrnefndri reglugerð segir að „framleiðendur skuli skila inn rafrænni tjónaskýrslu um leið og tjóns verði vart í opinbert skráningakerfi, þó eigi síðar en 20. október á því ári sem tjón verður“. Eftir að tjón hefur verið tilkynnt fá úttektaraðilar tilkynningu og skulu þeir taka út tjón í samræmi við 14. gr. reglugerðarinnar og samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
 
Það er mjög brýnt að þeir bændur sem verða fyrir tjóni af völdum ágangs álfta og gæsa tilkynni strax þegar tjóns verður vart á þeirra ræktarlandi. Ef langur tími líður frá tjóni og fram að tilkynningu getur verið mjög erfitt að meta umfang tjónsins og ekki víst að tjónaskýrslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru varðandi greiðslur í reglugerðinni og samningum við úttektarmenn.
 
Að lokum er vert að minnast á að skráning bænda eru einu gögnin sem stjórnvöld og stofnanir hafa til að átta sig á umfangi tjóns af völdum álfta og gæsa. Ef bændur eru duglegir við að skrá inn tjón er það til þess fallið að varpa ljósi á vandann og styðja við frekari aðgerðir. Mjög erfitt er að rökstyðja aðgerðir þar sem engin gögn liggja að baki. Út frá skráningu síðustu ára mætti ætla að vandamálið sé ekki stórt, en margir eru því sjálfsagt ósammála. 
 
Bjarni Jónasson
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...