Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árið gert upp
Líf og starf 20. janúar 2021

Árið gert upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýliðið ár, 2020, COVID-19 árið var mörgum erfitt, ekki síst fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa haft afkomu sína af ferðamennsku og tengdum greinum. Öðrum þótti árið erfitt eða bara leiðinlegt vegna þeirra takmarkana sem settar voru á samkomur og skemmtanir af öllu tagi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um um lausnir og hvort rétt hafi verið að grípa til hinna eða þessara aðgerða. Sjálfur hef ég litið svo á að ég hafi engar forsendur til að taka vitræna afstöðu um hvort rétt sé að bera andlitsgrímu eða ekki. Ég hef því valið að fara að ráðum sóttvarnaryfirvalda og vera með grímu í almannarými og halda mig að mestu heima.

Fyrstu vikurnar eftir að alvarleiki pestarinnar varð að veruleika birgði ég mig upp af humar og íslenskum landbúnaðarafurðum, hvít- og rauðvíni. Afstaða mín var sú að ef ég yrði settur í sóttkví og gæti jafnvel dáið þá skyldi ég að minnsta kosti njóta lífsins eins og hægt væri með góðum mat og drykk. Dósamatur er ekki matur í mínum huga og bannvara.

Ólíkt fjölda fólks gat ég samt sem áður mætt til vinnu og einangrast ekki og gat haft samskipti við samstarfsmenn mína á vinnustað og gegnum fjarfundi. Framan af var ég talsverður klaufi hvað það varðar að komast inn á fjarfundina en nú orðið er mér sagt að ég tali of mikið á þessum fundum og að aðrir eigi erfitt með að komast að.

Á mínum vinnustað, sem er í fremur stóru húsnæði, hefur starfsfólk getað valið hvort það vill vinna heima eða mæta. Margir hafa gert hvort tveggja eftir þörfum, aðrir mætt upp á dag og enn aðrir ekki komið í hús síðan um mitt síðasta ár.

Í kjölfar alls kyns takmark­ana á samkomuhaldi hélt ég mig að mestu heima í frítíma mínum eins og reglur gerðu ráð fyrir og sótti ekki mannamót. Ekki það að ég sakni fjölmennis, ég er það sem kallast „introvert“ og líklega „antisocial“. Tómstundir mínar fóru mikið í að lesa bækur og hlusta á tónlist þar sem ég er ekki mikið fyrir sjónvarp nema þá einstaka bíómynd og seríu. Ég las alls konar bækur, bæði skáldsögur og fræðirit, skemmtilegar og góðar bækur en einstaka sinnum grútleiðinlegar bækur sem ég lét mig samt hafa að klára. Hvað tónlist varðar húkkaðist ég á miðalda- og kirkjutónlist ásamt því að rifja upp eitt og annað sem ég var búinn að gleyma.

Samkvæmt fréttum fer að sjá fyrir endann á pestinni og er það vel og mörgum skiljanlega létt. Ekki síst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og hafa misst atvinnuna vegna ástandsins.

Niðurstaða mín er sú að þrátt fyrir allt hafi árið 2020 fyrir mér verið að mestu hefðbundið þrátt fyrir COVID-19. Að því undanskildu að ég borðaði meira af humar en undanfarin ár, sem var alls ekki svo slæmt.

Það sem ég sakna helst er að ég hafi ekki komist í utanlandsferð síðastliðið haust og ég hafði hlakkað mikið til. En hvað um það, vonandi kemst ég í hana næsta haust.
Ég hlakka til ársins 2021 og óska öllum heilla.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...