Vísindakonan Jane Goodall rannsakaði atferli simpansa og braut blað í skilningi á atferli þeirra og líkindi við mannlega hegðun. Hún sagði stærstu ógnina við framtíð mannkyns vera áhugaleysi.
Vísindakonan Jane Goodall rannsakaði atferli simpansa og braut blað í skilningi á atferli þeirra og líkindi við mannlega hegðun. Hún sagði stærstu ógnina við framtíð mannkyns vera áhugaleysi.
Mynd / Stofnun Jane Goodall
Utan úr heimi 28. desember 2025

Arfleifð vonar og verndar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Einn áhrifamesti talsmaður náttúrunnar, vísindakonan Jane Goodall, lést í október sl. Hún vann alla ævi af krafti að málefnum náttúru- og dýraverndar og þótti sterk fyrirmynd.

Jane Goddall fæddist árið 1934 í London á Englandi. Hún var aðeins 23 ára gömul þegar hún fór fyrst til Afríku og varð aðstoðarkona fornleifa- og steingervingafræðings sem hvatti hana til að mennta sig í atferli prímata, sem hún og gerði. Frá 1960 sinnti hún rannsóknum á simpönsum, ekki síst í Tansaníu, og gerði merkar uppgötvanir tengdar atferli þeirra.

Goodall, sem ruddi brautina í rannsóknum á simpönsum og breytti skilningi okkar á því hvað felst í að vera mannlegur, var þekkt fyrir óbilandi von og ákall um aðgerðir. „Það sem þú gerir skiptir máli, og þú verður að ákveða hvaða áhrif þú vilt hafa,“ er ein af hennar þekktustu setningum.

Jane Goodall.
Allir hafa áhrif

Í grein á vefmiðlinum BrightVibes er minnt á að áhersla Goodall á ábyrgð einstaklingsins var sem rauður þráður í starfi hennar: „Þú kemst ekki í gegnum einn dag án þess að hafa áhrif á heiminn í kringum þig,“ sagði hún gjarnan. Hún varaði einnig við sinnuleysi: „Stærsta ógnin við framtíð okkar er áhugaleysi.“

Goodall trúði á kraft samtals og skilnings: „Breytingar gerast með hlustun og því að hefja samtal við þá sem gera eitthvað sem þú trúir ekki að sé rétt.“ Hún hvatti til samstöðu: „Við getum átt heim í friði og lifað í sátt við náttúruna, óháð þjóðerni, trú eða menningu.“

Á meðal annarra tilvitnana eru orð um seiglu náttúrunnar: „Staðir sem við höfum eyðilagt geta, með tíma og hjálp, aftur stutt líf.“ Hún lagði einnig áherslu á virðingu: „Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin lífi og sýna virðingu og kærleik fyrir lífverum í kringum sig.“

Að lifa í sátt við náttúruna

Goodall taldi skyldu sína að tala fyrir þá sem eiga sér ekki rödd: „Hið minnsta sem ég get gert er að tala fyrir þá sem geta ekki talað fyrir sig.“ Hún viðurkenndi að varanlegar breytingar krefjast málamiðlana: „Og málamiðlun er í lagi, svo lengi sem gildi þín breytast ekki.“ Lokatilvitnunin fangar kjarnann: „Markmið mitt er að skapa heim þar sem við lifum í sátt við náttúruna. Get ég gert það ein? Nei.“

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda
Fréttir 28. desember 2025

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda

Þann 15. desember síðastliðinn var nýtt mælaborð Bændasamtakanna tekið í notkun ...

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda
Fréttir 27. desember 2025

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að ...

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...