Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hreinn 23-920 frá Þernunesi er fyrsti arfhreini ARR-hrúturinn á sæðingastöð.
Hreinn 23-920 frá Þernunesi er fyrsti arfhreini ARR-hrúturinn á sæðingastöð.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins (RML) og mun prent­útgáfan vera væntanleg á allra næstu dögum.

Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar hjá RML, eru tímamót í þessari hrútaskrá að boðið er upp á 17 lambhrúta, þar af 14 arfblendna með ARR samsætuna sem er verndandi gegn riðuveiki og í fyrsta skipti arfhreinan ARR-hrút; Hrein 23-920 frá Þernunesi.

Smitnæmir hrútar í hrútaskrá

„Þá koma inn tveir lambhrútar sem bera breytileikann T137 og tveir nýir hrútar sem bera breytileikann C151. Auk þess er þar að finna fjölbreytt úrval nýrra og eldri hrúta sem standa fyrir mismunandi kosti,“ segir Eyþór.

Athygli vekur að í skránni er að finna fimm arfhreina hrúta með villigerðina ARQ/ARQ. Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps sem skilað var til matvælaráðherra um aðgerðir gegn riðuveiki – þar sem gert er ráð fyrir að verkefnið verði nálgast með verndandi arfgerðum – er tiltekið að arfhreinar ARQ kindur séu næmar fyrir riðu og því ætti að stefna að fækkun arfbera ARQ samsætunnar.

„Já, við tökum inn örfáa hrúta með villigerðina núna. Flestir hrútarnir með villigerðina eru hrútar sem voru teknir inn í fyrra eða áður – leyfum þeim að deyja út,“ útskýrir Eyþór.

Villigerð framvegis notuð í undantekningartilvikum

„Fagráð í sauðfjárrækt lagði fram ræktunaráætlun í sumar varðandi innleiðingu verndandi arfgerða og setti þar upp markmið varðandi samsetningu á hrútaflota stöðvanna. Þar var miðað við að hlutdeild þeirra yrði ekki meiri en 35% af hrútakosti stöðvanna haustið 2023 og þannig er það nú. Það er risastökk frá því sem verið hefur. Eftir þetta ár verða svo aðeins teknir hrútar með villigerð í undantekningatilfellum. Við verðum að taka tillit til þess að úrvalið hefur ekki verið mikið fram til þessa af hrútum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir og því tökum við þetta í þessum skrefum. Markmiðið er að færa sig yfir í verndandi og mögulega verndandi hrúta en halda jafnframt uppi sem hæstum gæðastandard á hrútaflotanum. Held að lykillinn að því að fá bændur til að nota sæðingar sé að á stöðvunum sé úrval af frambærilegum gripum.

Bændur ættu að hafa það í huga, varðandi sæðingahrútana sem bera villigerðina, að nota þá fyrst og fremst á ær sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir.Reyna þannig að rækta fram kostagripi sem búa yfir þoli gegn riðu,“ heldur Eyþór áfram.

Útgáfu hrútaskrár verður að vanda fylgt eftir með kynningarfundum víðs vegar um land.

Sjá nánar um hrútafundina HÉR

Skylt efni: Hrútaskrá

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...