Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arfgerðargreiningar, hvatastyrkir og næmisrannsóknir
Á faglegum nótum 13. apríl 2023

Arfgerðargreiningar, hvatastyrkir og næmisrannsóknir

Höfundur: Eyþór Einarsson

Það styttist óðfluga í sauðburð. Líklega er spenna víða ívið meiri en oft áður að sjá lömbin þar sem nú munu fæðast fyrstu lömbin úr sæðingum sem gætu verið með verndandi arfgerðir m.t.t. riðuveiki.

Hér verða teknir saman nokkrir punktar varðandi næstu skref í arfgerðargreiningarmálum.

DNA sýnataka í vor

Áætlað er að um 5.500 lömb fæðist í vor sem mögulega geta borið ARR genasamsætuna eða breytileikann T137. Reyndar mun aðeins um helmingur þessara lamba bera ARR eða T137 þar sem foreldrarnir eru allir arfblendnir nema ein ær. Það er hins vegar lykilatriði í því að fylgja eftir innleiðingu verndandi arfgerða að réttu lömbin verið sett á og því er nauðsynlegt að arfgerðargreina þessi lömb. Þó vel hafi gengið að greina sýni sl. haust þá ætti það að vera mun skilvirkara að greina strax í sumar öll lömb sem fyrir liggur að þurfi að greina hvort sem er. Í raun má segja að sá hluti afkvæmanna sem ekki bera hinar eftirsóttu arfgerðir ætti ekki að horfa til sem ásetnings nema í undantekningartilfellum. Það er vegna þess að hlutdeild þessara upphafshrúta í ræktun fyrir þoli gegn riðu mun verða mjög fyrirferðarmikil í stofninum á næstu árum og næg áskorun að sporna við aukningu skyldleikaræktar þó aðeins sé ræktað út frá þeim hluta sem bera arfgerðirnar góðu.

Þá munu einnig fæðast mörg lömb sem getur verið spennandi að greina sem bera aðrar arfgerðir. Áfram er lögð áhersla á að fjölga öllum arfgerðum sem hugsanlega geta veitt einhverja vernd. Á áhættusvæðum gagnvart riðuveiki þarf í raun að stefna á að engin kind sé með hlutlausa arfgerð (ARQ/ARQ) og að sjálfsögðu að útrýma áhættuarfgerðinni (VRQ/- ). Því eru menn einnig hvattir til að vera vakandi yfir þeim lömbum sem geta fæðst með C151 og þá eru sumir komnir það langt í ræktun á lítið næmu arfgerðinni AHQ (H154) að von getur verið á arfhreinum einstaklingum sem er þá um að gera að greina strax í vor.

Helst að panta fyrir 10. apríl

Opnað hefur verið fyrir pantanir á sýnatökubúnaði á heimasíðu RML. Best er ef bændur verða búnir að panta sýnatökubúnað fyrir 10. apríl, en þá verður hafist handa við að afgreiða búnaðinn. Hægt er að biðja um að fá hann sendan í póstkröfu eða sækja á næstu starfsstöð RML. Bændur skila síðan inn sýnum sem fyrst eftir að sauðburði lýkur, þannig að náist að greina öll sýni í tæka tíð fyrir haustið. Hægt verður að velja um að fá sýnapinna frá Matís til að taka stroksýni eða hylki fyrir vefjasýni til að senda til Agrobiogen í Þýskalandi. Matís sýnin skal senda rakleitt til Matís til greiningar en hylkin þarf að senda á starfsstöð RML á Hvanneyri. Verð á 6 sæta greiningu hjá Matís verður 4.300 kr. án vsk.

Einkeyrslugreiningar – nýjung í boði

Agrobiogen býður nú upp á hagstæðari greiningar sem hentar vel þegar áhuginn er aðallega fyrir því að skoða ákveðið sæti. Þetta eru svokallaðar einkeyrslugreiningar en þær geta þó gefið upplýsingar um 1 til 3 sæti eftir því hvaða breytileika á að greina. Þetta ætti að vera vænlegur kostur þar sem verið er að fylgja eftir notkun hrúta með ákveðnar arfgerðir þar sem fyrsta mál er að vita hvort sú arfgerð hafi skilað sér eða ekki. Hægt verður að fá viðbótargreiningu á sama sýnið í haust ef þörf krefur. Ef bændur ætla að nýta sér einkeyrslugreiningar þarf að velja einn möguleika af eftirfarandi:

  • Nr. 1 – sæti 136, 137 og 138 (gefur upplýsingar um breytileikana V136 (veldur áhættuarfgerð), T137 og N138)
  • Nr.2–sæti151og154(gefur upplýsingar hvort C151 eða/og H154 (AHQ) sé að finna)
  • Nr. 3 – sæti 171 (gefur upplýsingar um R171 (ARR))

Einkeyrslugreiningin mun kosta 2.160 kr. án vsk en 6 sæta greining 2.910 kr. án vsk (verð birt með fyrirvara um verulegar gengisbreytingar). Stærri greiningin hentar betur ef báðir foreldrar gætu búið yfir áhugaverðum breytileika en í ólíkum sætum. Til dæmis ef kind með lítið næmu arfgerðina AHQ hefur verið sædd með ARR hrút. Mikilvægt er þegar sýnum verður skilað inn að sýnin séu flokkuð og í merktum umbúðum eftir því hvaða greiningu þau eiga að fá. Þetta verður útskýrt nánar í leiðbeiningum sem fylgja hylkjunum.

Hvatastyrkir – ARR og T137

Sérstaklega er mikilvægt að fylgja eftir innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða þar sem tíðni þeirra er afskaplega lág í stofninum. Þess vegna verða veittir hvatastyrkir út á greiningar á afkvæmum foreldra sem bera ARR eða T137. Styrkurinn, sem kemur úr Þróunarsjóði sauðfjár- ræktarinnar, verður 1.800 kr. pr greiningu, óháð því hvort greint hafi verið eitt sæti eða fleiri og óháð greiningaraðila.

Bændur geta sótt um styrkinn þegar sýnatökuefni er pantað á heimasíðu RML. Styrkurinn verður síðan miðaður við fjölda lamba á hverju búi sem eru undan ARR eða T137 gripum og hafa skráðar DNA niðurstöður í Fjárvís.

Hvað er að frétta af riðurannsóknum?

Rannsóknir á næmi mismunandi arfgerða standa enn yfir í Frakklandi. Þar hefur verið unnið að rannsóknum frá því í haust. Verið er að prófa næmi heilbrigðra heilavefja úr kindum sem bera mismunandi arfgerðir með því að reyna að smita þessi sýni með smitefni úr íslenskum kindum. Niðurstöðurnar munu gefa mikilvægar vísbendingar um hversu næmar mismunandi arfgerðir eru gagnvart riðusmiti. Á fagfundi sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl, mun vísindamaðurinn Vincent Beringue kynna stöðuna á þessum rannsóknum. Stefnt er að því að streyma frá fundinum en hann verður kynntur betur þegar nær dregur.

Skylt efni: arfgerðargreiningar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...