Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eru drifsköftin í lagi? Hér er Guðmundur Hallgrímsson með drifskaft og hlífar, en hann hefur verið iðinn við að prédika um öryggismál í sveitum.
Eru drifsköftin í lagi? Hér er Guðmundur Hallgrímsson með drifskaft og hlífar, en hann hefur verið iðinn við að prédika um öryggismál í sveitum.
Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Á faglegum nótum 24. mars 2015

Árangur í forvörnum er strax sjáanlegur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðasta Bændablaði var athyglisverð samantekt frá Hagstofunni um störf eftir atvinnu­grein­um. Þar kom fram að 2,3% starfa á Íslandi eru tengd landbúnaði og 2,6% tengd fiskiðnaði.
 
Fyrir áratug voru mörg slys á fiskiskipaflotanum, en með réttum áherslum í forvörnum og tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna hefur slysum til sjós fækkað verulega mikið. 
 
Sjálfur var ég til sjós þegar Slysavarnaskólinn var stofnaður og sett í lög að sjómenn væru skyldugir að fara á námskeið í slysavörnum með reglulegu millibili. Ég var einn af þeim mörgu sem sagði: Þetta skilar engu, hafið tekur alltaf sitt. Að þurfa að éta þessa setningu ofan í sig er ánægjulegt. Þótt Slysavarnaskóli sjómanna kosti peninga skilar sá peningur sér til baka með betri heilsu. Brýn þörf á forvörnum við landbúnaðarstörf, það skilar sér margfalt til baka.
 
Of margir segja: Það kemur aldrei neitt fyrir mig
 
Í umferðaröryggismálum er unnið gott starf og sást árangurinn af því starfi vel á síðasta ári, en mér urðu á þau mistök í pistli um öryggismál (3. tölublað 12. febrúar.) að segja að 3 hefðu látist í umferðarslysum á síðasta ári. Rétt er að slysin voru þrjú, en í þeim létust fjórir einstaklingar. Þessa miklu fækkun umferðarslysa vil ég þakka áralangri vinnu forvarna við umferðarmál, fyrst í Umferðarráði og nú Samgöngustofu. Frá því að byrjað var að skrifa þessar stuttu greinar í Bændablaðið um efni tengt forvörnum, heilsu og umhverfi sem tengist landbúnaði má sjá örlítinn árangur þar sem greinilegt er að einhverjir eru að lesa þessa pistla, en til að hægt sé að ná meiri og betri árangri þarf meira til. Hugsun þarf að breytast úr þeirri ríku íslensku hugsun: „Það kemur ekkert fyrir mig.“ Hugsun morgundagsins ætti frekar að vera svipuð og hjá samtökum ungra bænda í Bretlandi sem er : „Ég lofa að koma heill heim.“
 
Ef þú lendir í slysi get ég það líka, nema þú varir mig við frá þinni reynslu
 
Einu aðgengilegu upplýsingarnar um slys í landbúnaði er samantekt sem kom í Læknablaðinu 2009 og unnið var úr könnun sem gerð var 2005 (nálægt 2050 býli með 100 ærgildi eða meira fengu sendan listann.) Spurningaristinn var um heilsufar, slys o.fl., svarhlutfall var rúmlega helmingur bænda (um 1100), en það skuggalega í þessum svörum var að 18,3 % bænda voru frá vinnu í meira en hálfan mánuð árið áður vegna vinnuslyss sem þeir lentu í. 18,3% af 1100 er mjög nálægt 200, en sama ár voru samkvæmt Vinnueftirlitinu bara 16 slys við landbúnaðarstörf tilkynnt. Til að hægt sé að vinna í vandamáli þarf að finna vandann og uppræta síðan. Til að varast slys þurfa að vera til upplýsingar um þessi rúmlega 180 slys sem hvergi eru skráð. Ef þú lendir í slysi get ég örugglega lent í eins slysi nema hugsanlega ef þú segir mér frá því svo að ég geti forðast slysið. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...