Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíuskaganum.

Í fréttatilkynningu frá Atmonia er haft eftir Munif- Al Munif, yfirmanni tækniþróunar og nýsköpunar hjá Sabic An, að fyrirtækið sé sannfært um að Atmonia muni nái að koma vöru sinni á markað.

Sprotafyrirtækið Atmonia er að þróa efnahvata og tæknibúnað sem framleiðir ammóníak úr lofti og vatni án þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Segir í til kynningunni að núverandi ammóníakframleiðsluaðferð sé ábyrg fyrir 1-2% af koltvísýringslosun af mannavöldum í heiminum.

Með sölu sprotafyrirtækisins á einkaréttinum, sem nær til landanna Sádi-Arabíu, Bahrein, Kúveit og Óman, eykst fjárhagslegt svigrúm fyrirtækisins til frekari þróunarvinnu.

Guðbjörg Rist, framkvæmda- stjóri Atmonia, segir í til- kynningunni að fyrirtækið sé að hefja fjármögnunarferli til að hraða vöruþróun enn frekar, en fyrirtækið finni fyrir mjög mikilli eftirspurn eftir vörunni, þrátt fyrir að hún sé enn í þróun.

Sabic er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem framleiðir efnavörur, málma og plastvörur ásamt næringarefnum til landbúnaðar á stórum skala. Höfuðstöðvar þess eru í Sádi-Arabíu.

Skylt efni: nýsköpun | Atmonia

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...