Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Arabær
Bóndinn 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyni sumarið 2006 og við tóku breytingar á fjósi í hesthús.

Fyrstu árin voru stundaðar miklar tamningar, síðan samhliða því fóru þau að rækta rófur lítillega sem hefur aukist mikið ásamt ferðaþjónustu síðustu árin og hestamennskan er orðin meira áhugamál en atvinna.

Býli:  Arabær.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnessýslu. Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.

Ábúendur: Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt sex börnum; Svandís Aitken, 15 ára, David Örn Aitken, 14 ára, Axel Örn Aitken, 11 ára, Sóley Lindsay Aitken, 7 ára, Snæbjörn Örn Aitken, 4 ára, Stella Robin Aitken, 3 ára og faðir minn, Sigurvin Ólafsson. Svo erum við með tíkina Ariel og kettina Capucchino og Expresso.

Stærð jarðar? Um 50 hektarar.

Gerð bús? Rófurækt, ferðaþjónusta, hross, nokkrar hænur, kanínur, tvær endur og ein gæs.

Fjöldi búfjár og tegundir? 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það þarf að koma börnum af stað í skóla og leikskóla, svo þarf að fóðra hrossin, hænurnar og öll hin dýrin. Suma daga er rófuþvottur og flesta daga þrif á húsum og rúmfötum, skutla á fótbolta, glímu og íþrótta­æfingar og sækja á leikskóla.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? það er ekkert starf leiðinlegt bara misskemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, kannski bæta við sig í grænmetisræktun.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru alls staðar en líklega mest í grænmetinu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrossasnitzel.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það voru mörg eftirminnilega atvik við frumtamningarnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...