Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson.
Anton Kári Halldórsson.
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

Samtökin eru landshlutasamtök fimmtán sveitarfélaga á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri til Hornafjarðar í austri. Meginstarfsemi þeirra felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi.

Önnur hlutverk tengjast m.a. samningum og framlögum frá hinu opinbera. Á grundvelli slíkra samninga veitir SASS m.a. ráðgjöf, styrki og aðra þjónustu til handa atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi. Samtökin vinna einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðarþróunar og heldur utan um rekstur ákveðinna sérverkefna.

„Nýja embættið leggst gríðarlega vel í mig um leið og ég þakka kærlega fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fá að sinna þessu verkefni. En auðvitað stendur maður ekki einn, því á bak við mig er einnig nýkjörin stjórn sem skipuð er einvala liði sveitarstjórnarfulltrúa á Suðurlandi,“ segir Anton Kári. Fyrir stjórn liggja nú fjölmörg verkefni. „Það sem mér finnst mest spennandi og áhugaverðast við embættið er að fá að leiða sunnlenskt samstarf á breiðum grundvelli. Það er mikilvægt að við Sunnlendingar stöndum saman vörð um okkar hagsmuni og sjáum til þess að landshlutinn haldi áfram að blómstra og tækifærin eru svo sannarlega hér.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...