Annríki hjá atvinnuknöpum
Nokkur hundruð hross munu koma fram á Landsmóti í ár.
Rúmlega 170 kynbótahross mæta til dóms og yfir 600 skráningar eru í gæðinga og íþróttakeppnishluta hátíðarinnar. Knaparnir eru ekki jafn margir og hrossin og því horfir í að allmargir af atvinnuknöpum landsins muni hafa í nógu að snúast alla vikuna. Hér eru nokkur dæmi:
Árni Björn Pálsson er skráður knapi á 29 kynbótahrossum á mótinu auk þess að vera skráður fimm sinnum í keppni. Teitur Árnason er með 11 kynbótahross á sinni könnu auk þess að vera skráður tíu sinnum til keppni, jafn oft og Viðar Ingólfsson sem er knapi á sex kynbótahrossum.
Eyrún Ýr Pálsdóttir er skráð átta sinnum til leiks í íþróttahlutanum og er auk þess með þrjú kynbótahross í sýningu. Helga Una Björnsdóttir er skráður knapi ellefu hrossa í kynbótasýningu og fjórum sinnum í keppni.
Þá er Jakob Svavar Sigurðsson skráður níu sinnum til keppni og knapi á átta kynbótahrossum.
