Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé
Fréttir 24. nóvember 2020

Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að haldinn verður auka innlausnarmarkaður með greiðslumark í sauðfé í desember 2020. Markaðurinn er haldinn að tillögu Landssamtaka sauðfjárbænda um að auka greiðslumark á markaði fyrir sauðfjárbændur.

Á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir að aðgerðin miði að því að jafna stöðu bænda innan kerfisins þar sem greiðslumarki er beint til hópa sem framleiða með minnstum opinberum stuðningi.

Á markaðnum verður boðið til sölu greiðslumark sem innleyst var á árunum 2017 og 2018, samtals 4.757 ærgildi, auk þess sem heimilt verður að leggja fram sölutilboð með sama hætti og venjulega. Innlausnarverð/söluverð er núvirt and­virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, kr. 12.764,- pr. ærgildi.  

Forgangshópar eru tveir skv. ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 1253/2019 um stuðning við sauðfjárrækt. Forgang að 60% af því sem er til úthlutunar eiga  þeir framleiðendur sem eiga 200 kindur eða fleiri á haustskýrslu 2019 og hafa ásetningshlutfallið 1.6 eða hærra. Forgang að því sem þá er eftir hafa þeir framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1 eða hærra. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til fram­leið­enda í forgangshópum skal boðið öðrum umsækjendum.

Með beiðni um inn­lausn á greiðslumarki skal fylgja veðbókarvottorð ásamt staðfestingu á eignarhaldi að lögbýli og samþykki ábúanda, sam­eigenda og veðhafa í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2021.

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is.  Opnað verður fyrir kaup- og sölutilboð í Afurð 25. nóvember nk.

Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. desember nk. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er til 10. desember 2020.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...