Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2024
Í fyrra fæddist sjöundi árgangur Angus-holdagripa á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Hér á eftir fer kynning á þeim nautum sem fæddust á árinu 2024. Þessir gripir eru tilkomnir með sæðingu hreinræktaðra Anguskúa með innfluttu sæði úr Laurens av Krogedal NO74075, Manitu av Høystad NO74081 og Hovin Milorg NO74080 auk þess sem eitt þeirra er undan Lilla 22402 sem er undan Laurens av Krogedal. Hér eru því á ferð hreinræktaðir úrvalsgripir. Á einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru gerðar miklar kröfur hvað smitvarnir varðar og hafa þessir gripir nú lokið einangrun og fengið grænt ljós hvað snertir sæðistöku og dreifingu sæðis sem og sölu frá stöðinni.
Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar því vel í t.d. blendingsrækt þar sem burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir.
Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs) hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á góða dætraeiginleika þeirra nauta sem notuð hafa verið þar til uppbyggingar á Angus-holdagripastofni hérlendis. Má þar nefna létta burði og kjötgæði að ógleymdum mæðraeiginleikum þó áhersla á kjötgæðaeiginleika hafi aukist með tímanum. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029. Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt eru þetta naut sem gefa góðar mæður. Á árinu 2021 litu dagsins ljós kálfar undan Emil av Lillebakken sem og Jens av Grani NO74061, en þá brá svo við að undan Emil komu bara kvígur og allir nautkálfarnir það árið undan Jens. Árið eftir fæddust svo gripir undan Jens av Grani, Laurens av Krogedal, Ivar fra Li NO74047 og Kid av Vølstad NO74068. Á árinu 2023 litu svo dagsins ljós gripir undan Jens av Grani, Laurens av Krogedal og Manitu av Høystad. Í fyrra fæddust svo sjö naut og átta kvígur undan Manitu, eitt naut undan Laurens, eitt naut undan Hovin Milorg, naut og kvíga undan Lilla og tvær kvígur undan Jenna 21405.
Feður nautanna
Laurens av Krogedal NO74075, f. 22. janúar 2016, hjá Torfinn Bakke í Krogedal austur af Sandnes í Rogalandi í SV-Noregi. Til þess að tengja legu þess við þekktari stað þá stendur það í suðaustur frá Stavanger, í um 34 km aksturveglengd þaðan. Faðir Laurens er Horgen Erie NO74029 og hann er því hálfbróðir þeirra Eiríks 19403-ET og Máttar 19404- ET. Móðir Laurens er NO31897 av Krogedal undan Dole av Krogedal NO58361 og NO25207 av Krogedal sem aftur var undan Oluf av Bakken NO53455.
Laurens býr yfir miklum kjötgæðaeiginleikum. Fæðingarþungi kálfa er mikill og því ber aðeins á erfiðum burði. Vaxtarhraði er góður. Dætur Laurens hafa góða burðareiginleika en eru undir meðaltali í þunga afkvæma sinna við 200 daga aldur. Fallþungi afkvæma Laurens er mikill og holdog fituflokkun mjög góð. Hér er því á ferðinni gott kynbótanaut, einkum hvað kjötgæðaeiginleika snertir.
Manitu av Høystad NO74081, f. 28 . janúar 2017, hjá Svein Eberhard Østmoe á Høystad í Koppang í Stor Elvdal i Innlandet. Á íslensku mætti snara þessu sem að Svein búi á Hástað í Stóra Fljótsdal í Innsveitum. Bærinn stendur á bökkum Glomma (Glámu), lengstu ár Noregs, rúmlega 100 km norður af Hamri. Svein er formaður Angus-nautgriparæktarfélagsins í Noregi og okkur að góðu kunnur, hefur heimsótt NautÍs og fleiri bú hérlendis. Nokkur fjöldi Angus-gripa hérlendis er ættaður frá Høystad en fósturvísar frá búinu mynduðu grunninn að ræktunarkjarnanum á Stóra-Ármóti. Faðir Manitu er GB542697200703 Netherton Americano M703 frá Bretlandi og móðirinn, Gloria av Grani, er undan CA1469322 HF El Tigre 28U sem er faðir Stóra Tígurs, Li‘s Great Tigre NO74039.
Manitu gefur fremur stóra kálfa og burður því aðeins erfiður. Vaxtargeta afkvæma hans er mikil og flokkun góð, sérstaklega hvað fituflokkun varðar. Dætur Manitu hafa góða burðareiginleika og afkvæmi þeirra hafa mikinn þunga við 200 daga aldur. Manitu er því gott alhliða kynbótanaut.
Hovin Milorg NO74080, f. 9. janúar 2017, hjá Espen Krogstad á Nedre Hovin í Tyristrand í Buskerud-fylki. Bærinn er skammt frá vatninu Tyrifjorden, norðaustur af Osló. Faðir Hovin Milorg er First Boyd fra Li NO74033 og hann er því samfeðra Draumi-ET 18402. Móðirin ber það skemmtilega heiti, fyrir okkur hérlendis, Hovin Island NO100000 og er dóttir Hovin Gneis NO60591 sem aftur er hálfbróðir Stóra-Tígurs eða Li‘s Great Tigre NO74039. Hann var svo, eins og margir muna, faðir Vísis-ET 18400, Týs-ET 18401, Baldurs-ET 18403 og Bætis-ET 18404 auk margra af kúnum í fyrsta árgangi Angus-gripa hjá NautÍs.
Hovin Milorg er naut sem gefur mikinn vöxt og góða fituflokkun en holdfyllingarflokkun um meðallag og mæðraeiginleikar eru síðri en margra þeirra nauta sem hafa verið notaðir hjá NautÍs hingað til. Þá er fæðingarþungi kálfa nokkuð mikill en burður þó auðveldur. Það má því segja að meginstyrkur Hovin Milorg liggi í mikilli vaxtargetu.
Kynning og lýsing þeirra nauta sem fer hér á eftir byggir á línulegu útlitsmati og umsögn þeirra Ditte Clausen og Lindu Margrétar Gunnarsdóttur, ráðunauta hjá RML.
Möttull 24401 (1662742-0082)
Fæddur 8. apríl 2024 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt: F. Manitu av Høystad NO74081
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703
Fm. Gloria av Grani NO32459
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U
Fmm. NO27595
M. Vænting-ET IS1662742-0021
Mf. Horgen Erie NO74029
Mm. Maiken av Grani NO102576
Mff. Horgen Bror NO55754
Mfm. Horgen Soria NO27377
Mmf. First Boyd fra Li NO74033
Mmm.Kari av Grani NO100428
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Möttull er aðeins grófbyggður með vöðvafylltar herðar. Malir langar og vel fylltar, læri breið með mikilli dýpt og fyllingu lærvöðva. Fótstaða er sterkleg og klaufir vel gerðar. Ákaflega rólegur gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 33 kg. Við 200 daga aldur vó hann 305 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 540 kg og hafði því vaxið um 1.287 g/ dag frá fæðingu. Möttull hefur frá fæðingu sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 72,5 mm, ómfita: 7,20 mm.

Moli 24402 (1662742-0083)
Fæddur 13. apríl 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Manitu av Høystad NO74081
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703
Fm. Gloria av Grani NO32459
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U
Fmm. NO27595
M. Eir-ET IS1662742-0021
Mf. Horgen Erie NO74029
Mm. Maiken av Grani NO102576
Mff. Horgen Bror NO55754
Mfm. Horgen Soria NO27377
Mmf. First-Boyd fra Li NO74033
Mmm.Kari av Grani NO100428
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Moli er breiðvaxinn,
boldjúpur með góða vöðvafyllingu, breiðar og vel holdfylltar herðar. Bakið
er breitt og vel vöðvað. Malir eru langar og breiðar, lærin vöðvuð og dýpt
lærvöðva mikil. Fótstaðan er góð og klaufir fínar. Ákaflega rólegur gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 39 kg. Við 200 daga aldur vó hann 330 kg, við
vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 544 kg og hafði því vaxið um 1.298 g/
dag frá fæðingu. Moli hefur ævinlega sýnt mikla vaxtargetu.
Ómvöðvi: 73,5 mm, ómfita: 7,20 mm.

Mörður 24403 (1662742-0088)
Fæddur 24. apríl 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Manitu av Høystad NO74081
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703
Fm. Gloria av Grani NO32459
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U
Fmm. NO27595 M. Systa-ET IS1662742-0014
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mm. Letti av Nordstu NO100514
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Mfm. Else fra Li NO30822
Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Mmm. Janne av Nordstu NO39302
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Mörður er breiðvaxið naut. Bakið er breitt og vöðvað og malirnar góðar. Lærin eru sérstaklega góð, djúpur lærvöðvi og fylling góð. Fótstaða góð og klaufir vel gerðar. Ákaflega rólegur gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 37 kg. Við 200 daga aldur vó hann 297 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 506 kg og hafði því vaxið um 1.241 g/ dag frá fæðingu. Mörður hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 67,7 mm, ómfita: 7,30 mm.

Möskvi 24404 (1662742-0089)
Fæddur 27. apríl 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Manitu av Høystad NO74081
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703
Fm. Gloria av Grani NO32459
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U
Fmm.NO27595
M. Jana-ET IS1662742-0047
Mf. Jens av Grani NO74061
Mm. Birna-ET IS1662742-0007
Mff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8
Mfm. Evy av Grani NO30798
Mmf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mmm. Letti av Nordstu NO100514
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Möskvi er boldjúpur með afburðagóða vöðvafyllingu í lærum, einkum innri lærum. Malir eru langar og vel vöðvafylltar. Fótstaða er sterkleg og góð og klaufir vel gerðar. Ákaflega rólegur gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 39 kg. Við 200 daga aldur vó hann 318 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 526 kg og hafði því vaxið um 1.299 g/dag frá fæðingu. Möskvi hefur ávallt sýnt mjög góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 68,2 mm, ómfita: 4,90 mm.

Massi 24406 (1662742-0095)
Fæddur 7. maí 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Manitu av Høystad NO74081
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703
Fm. Gloria av Grani NO32459
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U
Fmm.NO27595
M. Jóka IS1662742-0035
Mf. Jens av Grani NO74061
Mm. Vísa-ET IS1662742-0006
Mff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8
Mfm. Evy av Grani NO30798
Mmf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mmm. Lara av Høystad NO49943
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Massi er fremur grófbyggður og mjög vöðvafylltur. Herðar eru vöðvaðar, bakið gott og malir langar. Breið læri með góðri fyllingu. Framfótastaða er eilítið útstilllt og klaufir fínar. Ákaflega rólegur gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við 200 daga aldur vó hann 313 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 560 kg og hafði því vaxið um 1.430 g/dag frá fæðingu. Massi hefur ávallt sýnt mjög mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 70,7 mm, ómfita: 10,00 mm.

Lindi 24408 (1662742-0097)
Fæddur 30. maí 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Lilli 22402
Ff. Laurens av Krogedal NO74075
Fm. Silla-ET IS1662742-0005
Fff. Horgen Erie NO74029
Ffm. 1879 av Krogedal NO31897
Fmf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fmm.Lara av Høystad NO49943
M. Embla-ET IS1662742-0036
Mf. Emil av Lillebakken NO74028
Mm. Hovin Nora NO103702
Mff. Betong av Dagrød NO74017
Mfm. Mairin NO24738
Mmf. Junior av Nordstu
Mmm. Hovin Felippa NO31018
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Lindi er breiðvaxið naut. Fylling um herðar góð, malir breiðar og lærin breið og vel vöðvuð. Fótstaða góð og klaufir vel gerðar. Aðeins viðkvæmur í skapi.
Umsögn: Fæðingarþungi var 35 kg. Við 200 daga aldur vó hann 288 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 460 kg og hafði því vaxið um 1.243 g/dag frá fæðingu. Lindi hefur ætíð sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 68,3 mm, ómfita: 6,20 mm.

Láki 24409 (1662742-0099)
Fæddur 2. júní 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
Ff. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Fff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Fmm.5207 av Krogedal NO25207
M. Birna-ET IS1662742-0007
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mm. Letti av Nordstu NO100514
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Mfm. Else fra Li NO30822
Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Mmm.Janne av Nordstu NO39302
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Láki er breiðvaxið naut. Herðar eru breiðar og vel fylltar, bakið breitt og vöðvafyllt. Malir eru langar og lærahold fín. Fótstaða er sterkleg og klaufir vel gerðar. Aðeins viðkvæmur í skapi.
Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við 200 daga aldur vó hann 318 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 497 kg og hafði því vaxið um 1.354 g/ dag frá fæðingu. Móði hefur ávallt sýnt mjög mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 64,0 mm, ómfita: 4,60 mm.

Milli 24410 (1662742-0102)
Fæddur 13. júlí 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt: F. Hovin Milorg NO74080
Ff. First-Boyd fra Li NO74033
Fm. Hovin Island NO100000
Fff. US15347911 Boyd Next Day
Ffm. NO29125
Fmf. Hovin Gneis NO60591
Fmm.Hovin Bambi NO49220
M. Kidda-ET IS1662742-0054
Mf. Kid av Vølstad NO74068
Mm. Putina av Krogedal NO107756
Mff. AUVLYG1730L Lawson General
Mfm. Hannah av Vølstad NO36502
Mmf. CA1660169 GF Inner Stength 30Z
Mmm. Maya av Krogedal NO103658
Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svartur, kollóttur. Milli er yngstur í árgangnum en orðinn vel stæltur þrátt fyrir ungan aldur. Hann er vöðvaður með gott bak, góða lærafyllingu og djúpan lærvöðva. Fótstaða er góð og klaufir fínar. Ákaflega rólegur gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 48 kg og því ætti ekki að nota Milla á kvígur. Við 200 daga aldur vóg hann 303 kg, við vigtun 7. maí 2025 var hann orðinn 416 kg og hafði því vaxið um 1.235 g/dag frá fæðingu. Milli hefur ævinlega sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 64,9 mm, ómfita: 3,80 mm.

Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum nýhafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður. Það er þó ljóst að einhver þessara nauta munu koma til almennrar dreifingar seinna í sumar. Moli og Möskvi hafa verið fluttir að Hesti þar sem ætlunin er að taka úr þeim sæði til kyngreiningar í ágúst. Afhending þeirra til væntanlegra kaupenda verður því ekki fyrr en eftir miðjan ágúst.
Að lokum er hér svo tafla sem nota má til þess að skoða hver skyldleiki þessara nauta er gagnvart notkun á þeim. Sýnt er með litum hvort rétt sé að nota viðkomandi naut á dætur eldri Angus-sæðinganauta út frá innbyrðis skyldleika. Ef við tökum dæmi má sjá að Möttull 24401 er of skyldur dætrum Eiríks 19403, Máttar 19404, Jenna 21405 og Laka 22403 og nokkuð skyldur dætrum Draums 18042, Lilla 22402, Lunda 23403, Lása 23404 og Litar 23405 en hægt er að mæla með honum á dætur Vísis 18400, Baldurs 18403, Vals 19402, Erps 20402 og Eðals 20403. Á sama hátt er t.d. ekki hægt að mæla með notkun annarra nauta en Marðar 24403 og Milla 24410 á dætur Jenna 21405.

