Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga
Gamalt og gott 12. desember 2014

Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga

Í jólablaði Bændablaðsins fyrir 15 árum fjallar Þórólfur Sveinsson, starfsmaður RALA á Möðruvöllum, um nautgriparækt og nautakjötsframleiðslu sérstaklega. Fyrirsögnin er afgerandi: Nautakjötsframleiðsla með Angus eða Limósínblendingum skilar meiri framlegð til bóndans og ánægðari neytendum

Þar segir meðal annars : „Í útdrætti af niðurstöðum úr kjötblendingsverkefninu á Möðruvöllum sem kynnt var á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri um daginn komu fram miklir yfirburðir Limósín- og Angusblendinganna í samanburði við íslensku nautgripina. Væntingarnar sem gerðar voru í upphafi hafa fyllilega staðist og jafnvel gott betur. Ávinningurinn af einblendingsræktun þessara kjötkynja með íslenskum mjólkurkúm virðist vera mun meiri en sést hefur í erlendum tilraunum með þarlendum mjólkurkúakynjum.

Í sambærilegri tilraun sem gerð var á Möðruvöllum fyrr á þessum áratug virðast Limósín- og Angusblendingarnir einnig hafa talsverða yfirburði fram yfir Galloway blendinga í vaxtarhraða og fóðurnýtingu. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Matvælarannsókna á Keldnaholti (Matra) virðast kjötgæðin einnig vera meiri í blendingunum. í skynmati sem metur safa, meyrni, fínleika og heildaráhrif kjötsins með sérþjálfuðum smökkurum bar Anguskjötið af, bæði í kvígum kvíga, en kvígur og uxar eru talin hafa svipaðan vöxt og fóðurnýtingu.“

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...