Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli.
Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli.
Á faglegum nótum 26. mars 2020

Ánamaðkar þrífast illa í jarðvegi með miklu plasti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á ánamöðkum sýna að þeir þrífast illa í jarðvegi sem er mengaður af plasti eða míkróplastögnum.

Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður, auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli. Ný rannsókn sýnir að ánamaðkar í jarðvegi þar sem er að finna mikið plast eru minni en ánamaðkar í hreinum jarðvegi. Ýmislegt bendir einnig til að starfsemi þeirra sé minni í jarðvegi sem mengaður er plasti en þar sem minna af plasti finnst.

Höfundur skýrslu í kjölfar rannsóknarinnar sagði að ekki væri vitað fyrir víst hvers vegna ánamaðkar í jarðvegi með mikið af plastögnum væru léttari en í jarðvegi lausum við plastefni. Hann sagði samt líklegt að plastagnirnar hefðu slæm áhrif á meltingarkerfi ánamaðkanna.

Í skýrslunni segir einnig að ekki sé nóg með að plast í jarðvegi dragi úr frjósemi þeirra heldur séu litlir ánamaðkar ekki eins afkastamiklir þegar kemur að því að auka frjósemina og auðga vistkerfið.
    

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...