Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli.
Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli.
Á faglegum nótum 26. mars 2020

Ánamaðkar þrífast illa í jarðvegi með miklu plasti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á ánamöðkum sýna að þeir þrífast illa í jarðvegi sem er mengaður af plasti eða míkróplastögnum.

Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður, auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli. Ný rannsókn sýnir að ánamaðkar í jarðvegi þar sem er að finna mikið plast eru minni en ánamaðkar í hreinum jarðvegi. Ýmislegt bendir einnig til að starfsemi þeirra sé minni í jarðvegi sem mengaður er plasti en þar sem minna af plasti finnst.

Höfundur skýrslu í kjölfar rannsóknarinnar sagði að ekki væri vitað fyrir víst hvers vegna ánamaðkar í jarðvegi með mikið af plastögnum væru léttari en í jarðvegi lausum við plastefni. Hann sagði samt líklegt að plastagnirnar hefðu slæm áhrif á meltingarkerfi ánamaðkanna.

Í skýrslunni segir einnig að ekki sé nóg með að plast í jarðvegi dragi úr frjósemi þeirra heldur séu litlir ánamaðkar ekki eins afkastamiklir þegar kemur að því að auka frjósemina og auðga vistkerfið.
    

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f