Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní sl., beindi því til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum.

Í samþykkt fundarins er því jafnframt beint til stjórnar að KS og dótturfélög, bæði verslunar- og framleiðslueiningar, selji ekki landbúnaðarvörur öðruvísi en að uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti á umbúðum. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila.

Ísland ætti að framleiða allt sitt kjöt
Sigurjón R. Rafnsson

Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri segir ályktunina vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.

Hann segir að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu. „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á.“

Í samþykkt aðalfundarins er lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga leitist við að aðstoða sína innleggjendur þannig að starfs- skilyrði þeirra verði sem best og leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda.

„Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni.

Fleiri bændur í stjórn

Hlutfall bænda jókst í stjórn KS þegar Atli Már Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum, og Hjörtur Geirmundsson, Sauðárkróki, voru kjörnir í aðalstjórn. Pétur Pétursson og Örn Þórarinsson fóru úr stjórn.

Einnig var ný varastjórn kosin en hana skipa nú bændurnir Guðrún Lárusdóttir í Keldudal og Ingi Björn Árnason, Marbæli, ásamt Ástu Pálmadóttur, Sauðárkróki. 

Eignarhaldið víða í veitingageiranum

Kaupfélag Skagfirðinga á alfarið eða að hluta í nokkrum félögum sem tengjast matvælavinnslum og veitingastöðum.

Þar má nefna kjötvinnsluna Esju gæðafæði ehf., veitingastaði Metro, smásölu og dreifingaraðilann Vogabæ ehf. en undir félaginu eru vörumerki á borð við Voga, E.Finnsson og Mjólka, og Gleðipinna ehf., sem rekur m.a. veitingastaðina American Style, Aktu taktu, Hamborgarafabrikkuna og Blackbox.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...