Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Meðfylgjandi hópmynd var tekin af keppendum í Skjólbrekku.
Meðfylgjandi hópmynd var tekin af keppendum í Skjólbrekku.
Mynd / John Borrega
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit, en mótið var haldið í tilefni þess að Skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsýslu hélt upp á 20 ára afmæli 15. mars.

Mótið var mjög sterkt og er talið sennilegt að það hafi verið það sterkasta sem haldið hefur verið utan þéttbýlis á Íslandi mjög lengi og jafnvel frá upphafi.

Alls 36 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af voru þrír stórmeistarar, þeir Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson og enski stórmeistarinn Simon Williams. Auk þeirra voru fimm alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar meðal keppenda. Flestir keppendur komu eðlilega frá Goðanum og Skákfélagi Akureyrar, en mörg önnur skákfélög áttu fulltrúa á mótinu.

Svo fór að lokum að alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson vann mótið á oddastigum, en jafn honum að vinningum en aðeins lægri á oddastigum, varð Simon Williams frá Englandi. Báðir fengu þeir 5 vinninga af 6 mögulegum. Simon þessi er mjög vel þekktur í skákheiminum og heldur hann úti vinsælli Youtube-síðu og svo er hann einnig með sérstakan kennsluvef á netinu og hefur gefið út skákbækur, svo eitthvað sé nefnt. Það var því mikill fengur af því að fá hann á mótið.

Koma Simons á mótið vakti eðlilega athygli og nýttum við Þingeyingar okkur það og héldum fjöltefli með Simon fyrir mótið á Húsavík. Það hafði einnig þau jákvæðu áhrif á mótið að fleiri keppendur mættu til leiks, þar sem möguleiki var á því að tefla við stórmeistara á mótinu.

Allar skákirnar á mótinu voru sýndar í beinni útsendingu á netinu og á skákstað og mæltist það vel fyrir. Mótið var 6 umferðir með 90 mín + 30 sek í viðbótartíma á hvern leik.

Við forráðamenn Goðans erum gríðarlega ánægðir með hvernig mótið tókst til og stefnum á að halda aftur mót í Skjólbrekku í apríl árið 2027. Ef vel tekst til með kynningu á því móti má búast við fleiri keppendum, bæði innlendum og erlendum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f