Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi í viðskiptum, framleiðslu og neyslu sem hefur leitt til verð­hækkana sem eiga sér engin fordæmi.  Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum er því spáð að þessi staða muni jafnvel standa fram yfir 2024.

Hækkanir á orkuverði síðustu mánaða minna um margt á stöðuna sem varð í kjölfar olíukreppunnar 1973. Gert er ráð fyrir því að orkuverð haldi áfram að hækka á þessu ári, en að sú hækkun gangi eitthvað til baka árin 2023 og 2024.  Að sama skapi má gera ráð fyrir að landbúnaðarvörur haldi áfram að hækka í verði á þessu ári. Því er spáð að verð á hveiti muni jafnvel hækka um allt að 40% á árinu.  Þessi þróun er háð því hvenær átökum í Úkraínu lýkur og ekki síður hvernig fóðurrækt á heimsvísu muni þróast.

Í nýlegri skýrslu frá Alþjóða­bankanum (Commodity Markets Outlook – April 2022) er dregin upp svört mynd af stöðunni á hrávörumörkuðum og þeim áhrifum sem hækkanir munu hafa á matvælaverð. Fátækustu þjóðir heimsins munu finna mest fyrir þessari hækkun, enda eru þær oft og tíðum háðar innflutningi á matvælum. Alþjóðastofnanir hafa síðustu mánuði varað við hættu á aukinni hungursneyð í heiminum.  Alþjóðabankinn gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru síðan, þar sem kom fram að fyrir hvert prósentustig sem matvælaverð hækkar í heiminum fjölgar um 10 milljónir manna í hópi þeirra sem lifa við mikla fátækt.

Hér á landi er verðhækkun á landbúnaðarvörum ekki komin fram nema að litlu leyti. Ef litið er á vísitölu neysluverðs hafa mjólkurvörur hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuðina og kjötvörur um 6,9%.  Á sama tíma hefur verðbólga verið 7,2%.  Vissulega eru þetta miklar hækkanir. Sérstaklega í ljósi þess að enn sér ekki fyrir endann á hækkun á fóðurvörum og áburði. 

Unnsteinn Snorri Snorrason

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...