Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi í viðskiptum, framleiðslu og neyslu sem hefur leitt til verð­hækkana sem eiga sér engin fordæmi.  Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum er því spáð að þessi staða muni jafnvel standa fram yfir 2024.

Hækkanir á orkuverði síðustu mánaða minna um margt á stöðuna sem varð í kjölfar olíukreppunnar 1973. Gert er ráð fyrir því að orkuverð haldi áfram að hækka á þessu ári, en að sú hækkun gangi eitthvað til baka árin 2023 og 2024.  Að sama skapi má gera ráð fyrir að landbúnaðarvörur haldi áfram að hækka í verði á þessu ári. Því er spáð að verð á hveiti muni jafnvel hækka um allt að 40% á árinu.  Þessi þróun er háð því hvenær átökum í Úkraínu lýkur og ekki síður hvernig fóðurrækt á heimsvísu muni þróast.

Í nýlegri skýrslu frá Alþjóða­bankanum (Commodity Markets Outlook – April 2022) er dregin upp svört mynd af stöðunni á hrávörumörkuðum og þeim áhrifum sem hækkanir munu hafa á matvælaverð. Fátækustu þjóðir heimsins munu finna mest fyrir þessari hækkun, enda eru þær oft og tíðum háðar innflutningi á matvælum. Alþjóðastofnanir hafa síðustu mánuði varað við hættu á aukinni hungursneyð í heiminum.  Alþjóðabankinn gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru síðan, þar sem kom fram að fyrir hvert prósentustig sem matvælaverð hækkar í heiminum fjölgar um 10 milljónir manna í hópi þeirra sem lifa við mikla fátækt.

Hér á landi er verðhækkun á landbúnaðarvörum ekki komin fram nema að litlu leyti. Ef litið er á vísitölu neysluverðs hafa mjólkurvörur hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuðina og kjötvörur um 6,9%.  Á sama tíma hefur verðbólga verið 7,2%.  Vissulega eru þetta miklar hækkanir. Sérstaklega í ljósi þess að enn sér ekki fyrir endann á hækkun á fóðurvörum og áburði. 

Unnsteinn Snorri Snorrason

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...