Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Almenningur í forgang
Leiðari 27. júní 2025

Almenningur í forgang

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

Tvö frumvörp eru í pípunum sem munu breyta starfsumhverfi bænda og kannski sérstaklega raforkufrekra búgreina á borð við ylrækt. Annað þessara frumvarpa er í meðförum þingsins sem stendur og fjallar um breytingar á raforkulögum sem ætlað er að auka orkuöryggi með bættri upplýsingaöflunog miðlun, nýtingu sveigjanleika raforkukerfisins og, það sem mikilvægast er, að tryggja heimilum landsins og mikilvægum samfélagsinnviðum forgang komi til skömmtunar. Hitt frumvarpið er væntanlegt í haust og mun skipta sköpum, en það á að tryggja forgang raforku til almennra notenda, þar á meðal heimila og minni fyrirtækja svo sem landbúnaðarstarfsemi.

Landsvirkjun var allt til ársins 2003 falið það hlutverk með lögum að tryggja raforkuöryggi, en eins og fram kemur í umfjöllun í blaðinu í dag hefur ekki verið skilgreint í raforkulögum, sem sett voru 2003, hver fer með þá ábyrgð. Landsvirkjun hefur þó litið á það sem hluta af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins að halda til haga orku fyrir heimili, smærri fyrirtæki og mikilvæga innviði eins og flutningstöp. „Ef sú orka yrði seld annað gæti það haft veruleg áhrif á orkuöryggi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, í blaðinu í dag en Landsvirkjun hefur ítrekað kallað eftir lagasetningu sem gefi fyrirtækinu ótvírætt leyfi til að forgangsraða með þessum hætti. Með þeim lögum sem fyrirhuguð eru verður raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja tryggt.

Þessu ber auðvitað að fagna. Það er vitanlega algerlega óforsvaranlegt fyrirkomulag að heimili, mikilvægir innviðir og grundvallaratvinnugreinar í landinu eins og landbúnaður, sem tryggir fæðuöryggi í landinu, sé að öllu leyti háð dyntum markaðsaflanna þegar kemur að raforkuöryggi. Ef einhver annar er tilbúinn til að greiða hærra verð mæti heimilin, innviðirnir og grundvallaratvinnuvegirnir afgangi. Auðvitað þarf að leiðrétta þessa kórvillu hugmyndafræði gróðahyggjunnar í upphafi aldar og þótt fyrr hefði verið.

En þó að almenningur, innviðir og lítil fyrirtæki verði sett í forgang með þessu frumvarpi, þá er ljóst að við erum ekki komin í var fyrir öflum markaðarins þegar að verði kemur. Það mun væntanlega eftir sem áður sveiflast með framboði og eftirspurn. Í umfjöllun hér á síðunni um nýja skýrslu Raforkueftirlitsins um þróun raforkukostnaðar og áhrif á notendur kemur fram að raforkuverð til ylræktar hefur hækkað um átta prósent frá 2020. Smásöluverð hafi hækkað um tæplega 39% síðustu fimm ár og um 78% frá árinu 2005 til 2020. Raforkukostnaður heimila hafi undanfarin fimm ár hækkað um 11% á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24%.

Áhrifin eru vissulega misjöfn á notendur, meðal annars vegna jöfnunaraðgerða hins opinbera sem vega á móti, en það hlýtur samt að vera umhugsunarefni hvort ekki sé ástæða til þess að endurhugsa verðmyndun og verðlag á þessum markaði, nú eða mótvægisaðgerðir, með almenning í forgrunni, nauðsynlega innviði og grundvallaratvinnustarfsemi sem heldur lífinu í landinu gangandi.

Tillögur eru í nefndri skýrslu um að bæta núverandi kerfi en kannski má endurhugsa sjálft kerfið. Og kannski er rétt að gera það á meðan við búum enn svo vel að geta framleitt ódýrustu raforku í Evrópu. Haldi verðið til almennra notenda áfram að hækka á forsendum stórkaupenda má búast við að þanþolið bresti fljótt. Sömuleiðis hljóta spurningar um verðmæti þeirra náttúruauðæfa sem lögð eru undir virkjanir þá einnig að knýja enn frekar á. Til hvers að fórna þeim verðmætum ef almenningur í landinu fær ekki að njóta ágóðans?

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...