Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Allt úr engu
Mynd / smh
Skoðun 24. mars 2017

Allt úr engu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þótt sumir vilji meina að Guð almáttugur hafi skapað heiminn úr engu, hefur samt enginn getað sýnt fram á  að nokkur hlutur eða verðmæti í mannheimum verði til úr engu. Nema það sé raunin um ógnargróða bankanna.  
 
Ríkissjóður gaf út sína fyrstu íslensku mynt árið 1922 og var gengi hennar skráð þann 13. júní sama ár. Síðan hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands eftir stofnun hans 7. apríl 1961, farið með alla peningaútgáfu á Íslandi samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands hefur hann einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar.
 
Já, mikið rétt, samkvæmt lögum fer Seðlabankinn með peningaútgáfuvaldið, en í raun er búið að framselja þetta vald þegjandi og hljóðalaust til bankanna í kjölfar tölvuvæðingar peningakerfisins. 
 
Talandi um að „kvótagreifar“ hafi fengið eitthvað gefins, þá er það í raun brandari og smámunir í samanburði við það sem viðgengst í peningakerfi landsmanna. Þótt hrópað sé í sölum Alþingis og á torgum um að taka eigi „eðlilegt“ gjald af þeim veiðirétti sem útgerðum landsins er veittur, þá heyrist ekki múkk um að leggja gjald á sjálftöku bankanna vegna útgáfu á rafmynt. 
 
Ekkert venjulegt fyrirtæki í landinu, ekki einu sinni útgerðirnar, fá sitt hráefni endurgjaldslaust. Alþingi og stjórnvöld hafa hins vegar látið það átölulaust að íslenskir bankar geti búið til sitt hráefni úr engu. Þeir geta gefið út rafkrónur til útlána og þegið fyrir það hátt afgjald, án þess að hafa nokkurn tíma greitt svo mikið sem eina krónu fyrir afnotaréttinn af rafkrónunum til Seðlabankans. Með öðrum orðum, bankarnir og stjórnendur þeirra eru orðnir ígildi Guðs almáttugs og búa til verðmæti úr engu með útgáfu rafpeninga sem enginn getur fest hendur á. Svo eru menn svo hissa á exeltölum um ofsagróða þessara stofnana.
 
Þessi peningaútgáfa byggir ekki á neinum raunverðmætum og er því ekki til í fræðilegum skilningi.
 
Rafpeningarnir eru því ekkert annað en sýndarverðmæti sem búin eru til í exelskjali. Til að búa til raunverðmæti sem bakka upp þessa útgáfu, taka bankarnir svo fyrirframgjald af lántakendum í formi vaxta, lántöku- og þjónustugjalda. Þar njóta þeir svo ótrúlegrar og dyggrar aðstoðar Seðlabanka Íslands og peningastefnunefndar sem hefur í fjölmörg ár tekið ákvörðun um ofurháa stýrivexti. Allt lýtur þetta svo samkvæmt lögum yfirstjórnar viðkomandi ráðherra. 
 
Þessir háu stýrivextir, sem nú eru 5%,  gera bönkunum kleift að rökstyðja ofurafgjald fyrir að lána krónur sem þeir eiga í raun ekkert í og hafa aldrei átt. Þeir búa bara til peninga sem Seðlabankinn hefur aldrei gefið út. Þannig verður til mikil þensla í þjóðfélaginu vegna flæðis og útgáfu peninga sem enginn hefur stjórn á. Seðlabankinn kyndir svo stöðugt undir öllu saman með ákvörðunum um hreint fáránlega háa vexti í stað þess að rukka bankana, eða öllu heldur, að stefna þeim fyrir dóm fyrir ólöglega útgáfu á íslenskum krónum. 
 
Til viðbótar hefur ofurvaxtahelstefna Seðlabankans þau áhrif að Ísland er með einhverja hæstu vexti í heimi. Eðlilega vilja erlendir fjárfestar ekki fara út úr slíku umhverfi á meðan hægt er að græða óstjórnlega á þeim vaxtamun sem það gefur. Það þýðir svo að krónan rýkur upp í verðgildi sem engin innistæða er fyrir. Eitt er samt öruggt – mismunurinn verður auðvitað á endanum sóttur í ykkar vasa, kæru lesendur.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...