Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gott er að vita sitthvað um æskilega meðhöndlun grænmetis.
Gott er að vita sitthvað um æskilega meðhöndlun grænmetis.
Líf og starf 7. febrúar 2024

Allt um grænmeti í opnu og aðgengilegu vefriti

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vefritið Grænmetisbókin er í vinnslu hjá Matís og verður þar fjallað um flest það sem snertir grænmeti, allt frá uppskeru til neytandans.

„Það eru mörg tækifæri í grænmetisrækt á Íslandi,“ segir Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Umtalsvert sé flutt inn af grænmeti og aukin íslensk framleiðsla myndi stuðla að bættu fæðuöryggi landsmanna.

Rannsóknir og upplýsingar í eina gátt

„Nýjar norrænar næringarráð- leggingar hvetja til aukinnar grænmetisneyslu og áhugi á vegan fæði fer vaxandi,“ heldur hann áfram. „Allmörg rannsókna- og þróunarverkefni um grænmeti hafa verið unnin hjá Matís og forverum þess á undanförnum árum en nokkuð hefur vantað upp á að hægt sé að finna aðgengilegt yfirlit um allar niðurstöðurnar. Því varð til sú hugmynd að búa til vefbók með góðu yfirliti og tengingum á ítarlegri skýringar og heimildir,“ segir hann.

Samstarfsaðilar um verkefnið eru Deild garðyrkjubænda í BÍ og Sölufélag garðyrkjumanna. Sótt var um styrk í Þróunarfé garðyrkju og fékkst hann. Viðfangsefni Matís eru matvælin frá uppskeru og alla leið á borð neytenda. Ræktunin sjálf er því undanskilin í vefbókinni.

Um það hver meginviðfangsefni vefbókarinnar verða segir Ólafur þau vera meðhöndlun grænmetis, aðgerðir til að hámarka gæði grænmetis í flutningum og við geymslu, rétt geymsluskilyrði á lager og í verslunum, hollustu íslensks grænmetis og hvernig hægt er að draga úr sóun á grænmeti.

Markmið að auka þekkingu og áhuga

„Markmið verkefnisins eru að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun,“ útskýrir Ólafur. „Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.“

Samning vefbókarinnar stendur nú yfir og Ólafur segir allar ábendingar og tillögur vel þegnar en þær má senda á netfangið olafur. reykdal(hja)matis.is.

Reiknað er með að vefbókin verði aðgengileg á vefsíðu Matís í mars næstkomandi og ef til vill á fleiri vefsíðum. Vefbókin verður öllum opin.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f