Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað,“ segir Þórólfur Ómar Óskarsson, sem hyggst hætta kúabúskap.
„Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað,“ segir Þórólfur Ómar Óskarsson, sem hyggst hætta kúabúskap.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. október 2023

Allt sem gæti farið í laun fer í að borga vexti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, sér enga framtíð í landbúnaði eins og vaxtaumhverfið er núna og sér fram á að hætta búskap. Hann hefur rekið búið með eiginkonu sinni frá 2012.

„Ég er búinn að gera upp hug minn – ég mun ekki verða bóndi áfram nema ég geti byggt upp búið. Ég er bara 36 ára gamall og get farið að gera eitthvað annað,“ segir Þórólfur. Stöðug uppbyggingar­ og viðhaldsþörf fylgi búskap, en hann sér ekki fram á að geta haldið áfram uppbyggingu eins og vextir eru núna. Þórólfur verður með erindi á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem greint er frá hér á síðunni.

„Það er engin afkoma í greininni – það er ekkert eftir. Til hvers erum við þá að þessu? Það er engin framtíð í þessu og við ætlum ekki að láta bjóða okkur þetta endalaust. Það er engin nýliðun í svona umhverfi og ég óska engum að fara út í landbúnað eins og staðan er í dag – og ráðlegg engum að gera það,“ segir Þórólfur með áherslu.

„Ég er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldulífi áfram. Ég vanræki vinina, ég vanræki öll mín áhugamál, vanræki fjölskylduna, hjónabandið og heimilislífið af því að ég er alltaf að vinna. Þetta er óboðlegt og ósanngjarnt.“ Bæði hjónin eru með fulla vinnu af búskapnum og segir hann ekkert svigrúm til að sækja vinnu utan bús, enda álagið mjög mikið.

Landbúnaður fjárfrekur rekstur

„Óverðtryggðir vextir hafa hækkað um rúmlega hundrað prósent. Það þýðir að eitthvað sem kostaði mig hundrað þúsund krónur að skulda fyrir tveimur árum síðan kostar tvö hundruð þúsund að skulda í dag. Þegar þú ert í rekstri sem er fjárfrekur, eins og kúabúskapur og allur landbúnaður í sjálfu sér, þá bítur svona helvíti fast.“

Þórólfur segir vandamál bænda ekki vera að virði búanna sé komið undir skuldirnar, heldur sé lausafjárvandinn gríðarlegur.

„Það fer allt sem mögulega gæti farið í að borga sér laun eða vera með einhvern í vinnu í að borga vexti.“

Hann kallar eftir því að bændum verði boðið að taka lán á vaxtakjörum öðrum en þeim sem stýrivextir Seðlabankans segi til um. Þær lausnir sem bankarnir bjóði, þ.e. að lengja í lánum eða breyta yfir í verðtryggt, séu ekki aðlaðandi. Þórólfur fullyrðir að hvergi í Evrópu búi bændur við jafn óhagstæð lánakjör. „Þetta erum við að keppa við í innflutningi. Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað.“

Vanfjárfesting í landbúnaði

Þórólfur hóf búskap árið 2012 í félagsbúi með foreldrum sínum, en í Grænuhlíð er stórt kúabú með nálægt 450 þúsund lítra mjólkurframleiðslu á ári. Tveimur árum síðar keyptu ungu hjónin allan búreksturinn og fóru í kjölfarið í töluverða uppbyggingu. Því fylgdi hagræði en hann sér ekki fram á að geta haldið áfram frekari uppbyggingu. „Ef eitthvað er, þá er vanfjárfesting í landbúnaði. Bændur standa frammi fyrir því að þurfa að endurnýja mikið af fjósum ef á að halda uppi sömu framleiðslu.

Það þarf að viðhalda fjárfestingu í greininni og það að bændur hafi offjárfest er della. Við búum við strangar kröfur í aðbúnaði dýra, sem er gott og blessað. Ég held að það hefði þurft að fylgja þessum kröfum sem voru settar á sínum tíma meiri peningar til uppbyggingar.“

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...