Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þessir kátu krakkar voru í Ögri að njóta lífsins á dögunum. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að vera búin að aðstoða við að safna saman timbri í lítinn bálköst.
Þessir kátu krakkar voru í Ögri að njóta lífsins á dögunum. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að vera búin að aðstoða við að safna saman timbri í lítinn bálköst.
Mynd / Hafliði Halldórsson
Líf&Starf 22. ágúst 2017

Allt með ævintýrablæ í Ögri

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í Ögri í Ísafjarðardjúpi reka eigendur jarðarinnar ferðaþjónustuna Ögur­ferðir yfir sumarið. Þjónustan samanstendur af kayakferðum með leiðsögn um Djúp með áherslu á náttúruna og sögu svæðisins.
 
Ferðaúrvalið spannar frá dagsferðum upp í nokkurra daga ferðir. Í Ögri er einnig rekið lítið kaffihús sem gaman er að heimsækja. Þá er haldið í gamla ballhefð en eigendur halda Ögurs-sveitaball með gamla laginu á hverju sumri. Þar með er viðhaldið hefð sem er a.m.k. jafngömul Samkomuhúsinu í Ögri sem var byggt árið 1926.
 
Hafliði Halldórsson, matreiðslu­meistari, er einn af þeim sem standa að ballinu en að hans sögn gekk það geysilega vel. „Um 400 manns mættu á svæðið og megnið af gestunum tjaldaði í Ögri. Bandið Þórunn og Halli léku fyrir dansi og eru æviráðin eins og góðir ríkisstarfsmenn. Það var góð stemning á ballinu og framkoma og umgengni gesta til fyrirmyndar,“ sagði Hafliði. 
 
Íbúðarhúsið í Ögri til vinstri og samkomuhúsið til hægri. Mynd / Elísabet Reynisdóttir

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...