Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Allt að 18% minni uppskera
Fréttir 12. október 2015

Allt að 18% minni uppskera

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklir þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino eru taldir geta dregið úr kaffibaunauppskeru í Kólumbíu um allt að 18% á seinni ræktunartímabili ársins.

Ekki er nóg með að þurrkarnir dragi úr vexti plantnanna heldur eru þeir einnig kjöraðstæður fyrir bjöllutegund sem leggst á kaffirunnana af miklum krafti sem veldur því að notkun skordýraeiturs eykst.

Kaffibaunauppskera er tvisvar á ári í mörgum héruðum Kólumbíu og hefur aukist um 10% á fyrri hluta ársins frá sama tíma árið áður en spár gera nú ráð fyrir 15% á seinni hluta ársins.

Kaffiræktun í Kólumbíu var fyrir miklu áfalli árið 2013 vegna ryðsvepps og hefur þurft að fella runna á þúsundum hektara vegna þess og planta nýjum.

Samkvæmt Kaffifréttum í Úganda er einnig búist við samdrætti í framleiðslu þar vegna þurrka á seinni hluta ársins.

Skylt efni: uppskera

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...