Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Allir vegir færir
Mynd / smh
Skoðun 18. janúar 2016

Allir vegir færir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Okkur eru allir vegir færir, sagði Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, í umræðu um búvörusamninga á samfélagsmiðlum á dögunum. 
 
Þetta eru sannarlega orð að sönnu, þó ætla mætti af niðurrifsumræðu verslunarkónga, að matvara á Íslandi sé helst aðeins boðleg að hún sé flutt inn frá útlöndum. 
 
Haraldur segir að í alla umræðu um nýja búvörusamninga finnist sér vanta sýn á hvers vegna og hvaða stefnu bændur ætla að marka til framtíðar. Bændur séu á kafi í umræðu um kerfi og kvóta og ekki kvóta. Háværir sérfræðingarnir séu hreinlega á móti því að mörkuð sé stefna, en bendi  ekki á aðrar betri lausnir en innflutta iðnaðarmatvöru. Kjöt framleitt með ómældu magni sýklalyfja eða enn vafasamari starfshætti. 
Á liðnum misserum og árum  hefur ítrekað verið skrifað um þessi mál í Bændablaðinu. Íslendingar njóta þess að bændur eru að framleiða hér landbúnaðarafurðir sem lausar eru við þá ofurnotkun lyfja og eiturefna sem tíðkast víða í þeim löndum sem mest er verið að versla við. 
 
Haraldur vill að íslenskir bændur tali meira um gæði, um landbætur, um hreinleika og ábyrga búskaparhætti. Um fjölskyldubú og vel byggðar sveitir sem við getum öll verið stolt af. 
 
„Stefnum að því að auka vöruval, fjölbreytni, betri tengsl bænda og neytenda. [...] Sókn á grunni gæða – ræktun búfjár og velferð þess. Við eigum að fjárfesta í slíkum landbúnaði. 
 
Heimurinn er að breytast – eyðum ekki meiri tíma í minnimáttarkennd um að landbúnaður sé annar og meiri í öðrum löndum. Því við höfum mikil gæði sem aðrir hafa glatað. Tökum djarfa sókn með nýjum samningum.“
 
Haraldur bendir á að íslenskir bændur og stjórnvöld hafi markað þá stefnu 1985 að leyfa ekki sýklalyfjablöndun í fóður. Það hafi skilað eftirsóknarverðum árangri. 
 
„Fyrir um 50 árum þá var tekin meðvituð ákvörðun um að leyfa ekki hormóna eða önnur vaxtahvetjandi inngrip til að auka „hagkvæmni“ búvöruframleiðslunnar á Íslandi.“ 
 
Segir hann að þetta hafi verið gert þótt sú stefna hafi hvorki þótt sjálfsögð né skynsamleg. Utan úr heimi berast nú æ fleiri staðfestingar á að íblöndun hormóna og sýklalyfja sem vaxtahvetjandi efna í fóður dýra sé að valda mjög alvarlegri heilsufarsógn.  
 
Haraldur vill að gengið verði lengra í skynsemisátt og á fleiri sviðum. Tekið skal undir þau sjónarmið hér, því íslenskir bændur eiga einstaka möguleika á að skapa sér sérstöðu á heimsvísu hvað heilnæmi landbúnaðarvara varðar. Með því t.d. að skilgreina allan búskap í landinu sem vistvænan og lausan við notkun erfðabreytts fóðurs, yrði stigið risaskref sem víða vekti athygli. Því væri svo hægt að fylgja eftir með því að stórefla lífræna framleiðslu þar sem neitendur geta gengið að því vísu að afurðirnar séu lausar við eitur, aukaefni og ómæld sýklalyf. Þar skiptir líka verulegu máli að íslenskir bændur séu meðvitaðir um mátt samstöðu sinnar. Án hennar verða þeir auðvelt skotmark úrtölufólks. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...