Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveiflubursti. Það verður skylda um mitt þetta ár að vera með klórubúnað í öllum stíum hjá nautgripum.
Sveiflubursti. Það verður skylda um mitt þetta ár að vera með klórubúnað í öllum stíum hjá nautgripum.
Á faglegum nótum 8. febrúar 2022

Allir nautgripir ættu að hafa aðgengi að klórum

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snorri.sigurdsson@outlook.com

Um mitt þetta ár verður skylda í Danmörku að vera með klóru­búnað í öllum stíum hjá nautgripum, þ.e. bæði smákálfum, geldneytum og fullorðnum gripum, en ekki er þó gerð krafa um að klórurnar séu með mótor eins og þekkist víða í fjósum.

Hér á landi er ekki enn gerð krafa um slíkan aðbúnað en þó svo að ekki sé getið um slíkt í einhverju regluverki ætti það ekki að koma í veg fyrir að kúabændur hérlendis setji upp klórubúnað fyrir alla sína gripi.

Allir nautgripir ættu að hafa aðgengi að klórubúnaði.

Eykur vellíðan

Kúaklórubúnaður hefur nú verið á markaðinum í nokkra áratugi og hafa verið gerðar ótal rannsóknir á áhrifum þeirra á kýr. Niðurstöðurnar eru allar á einn veg en hafi kýr aðgengi að klórubúnaði líður henni betur enda er húðhirða mikilvæg. Í náttúrunni leysa gripir þetta með því að velta sér upp úr drullu, leggjast í vatn og nudda sér upp við tré en þetta er auðvitað ekki hægt í nútíma fjósum.

Klórubúnaður leysir því að hluta til þessa þörf hýstra nautgripa. Rannsóknir sýna að áhrifin eru ekki einungis bætt húðhirða og vellíðan heldur hefur aðgengi að klórubúnaði einnig jákvæð áhrif á afurðasemi og dregur úr streitu.

Kúaklórur auka vellíðan kúa.

Líka gagnlegar fyrir yngri gripi

Tilraunir erlendis hafa sýnt að kálfar nota klórur reglulega og allt frá 10 mínútum og upp í 40 mínútur á dag. Þá sýna tilraunir að kálfar sem hafa aðgengi að klórum eru rólegri og minna er um áflog þeirra á milli auk þess sem þeir sýna síður óæskilegt atferli eins og að sleikja innréttingar eða rúlla tungunni svo dæmi sé tekið. Til viðbótar hefur verið bent á að fyrir utan að hárafar þeirra verður betra, þá nota þeir meiri tíma í át þó ekki hafi fundist enn marktækur munur á vexti kálfa sem hafa aðgengi að klórum í samanburði við þá sem ekki hafa slíkt aðgengi.

Kúaburstar

Fyrsti klórubúnaðurinn, sem greinar­höfundur veit a.m.k. um að hafi verið settur upp á Íslandi var í gamla fjósinu á Hvanneyri fyrir nærri 25 árum. Það fjós var básafjós með mjaltabás og gátu kýrnar notað burstann þegar þær komu úr mjöltum. Um var að ræða afar einfalda gerð af kúaklóru, bursta sem var festur á gorm á veggnum sem kýrnar gengu undir.

Síðan þá hefur orðið mikil þróun með klórubúnað fyrir kýr og í dag eru til ótal mismunandi gerðir. Gróft má flokka kúaklórur í þrjá flokka:

Snúningsbursti.

Snúningsburstar. Þessir eru drifnir áfram af rafmagnsmótor sem oftast fer sjálfkrafa í gang og hreyfir burstann þegar kýrnar hreyfa við honum. Í dag fást ótal mismunandi gerðir af þessum burstum, með margs konar lögun og hönnun.

Í Danmörku er skylda að hafa þessa gerð hjá kúm, a.m.k. 1 á hverjar 50 kýr. Þessi gerð af burstum er í dag einnig til fyrir geldneyti, þ.e. mun minni en fyrir kýr.

Sveifluburstar. Þessi gerð er ekki með mótor en burstarnir snúast og sveiflast til þegar kýrnar nudda sér upp við þá.

Fastir burstar. Þessi gerð er mjög algeng líkt og lýst var hér að ofan. Oft útbúa bændur bara sjálfir svona klórubúnað en þessir burstar geta verið festir upp með margs konar hætti, þó oftast sé líklega um að ræða festingu á gorm svo burstinn geti hreyfst eitthvað við notkun.
Þá fylgir oftast lóðréttur bursti líka svo gripirnir geti bæði klórað sér á síðunni og bakinu.

Uppsetning skiptir máli

Óháð því hvaða tegund af klórubúnaði er valin, þá skiptir máli að staðsetja búnaðinn rétt. Rannsóknir hafa sýnt að staðsetningin sem slík sé ekki meginatriðið og eru klórur notaðar nokkuð jafnt hvort sem þær eru framarlega í stíu eða bakatil.

Þó er ekki mælt með því að hafa klórur of nálægt drykkjarstöðum, þar sem það getur haft neikvæð áhrif á vatnsneyslu kúa sem auðvitað hefur þá bein áhrif á nyt þeirra.

Það sem skiptir mestu máli er þó að hæðin sé rétt fyrir þann aldurshóp sem á að nota klórubúnaðinn. Þetta þarf hver og einn bóndi að stilla af fyrir sína gripi og erfitt að gefa aðrar leiðbeiningar en að skoða hæð gripanna og setja svo búnaðinn upp í samræmi við hana.

Veggbursti.

Viðhald er mikilvægt

Annað sem ætti að hafa hugfast er að klórubúnað þarf að þrífa reglulega. Við notkun fara bæði hár og skítur í klórurnar og því þarf að hreinsa þær rétt eins og hárbursta og þess utan er mælt með því að þvo klórurnar með sápu og sótthreinsiefnum. Þegar stendur til að þrífa klórubúnaðinn er mælt með því í Danmörku að skola klórurnar fyrst og losa hár og annað lauslegt.

Þá á að sprauta sápukvoðu á búnaðinn og láta liggja í tilætlaðan tíma, svo skíturinn leysist vel upp, og svo spúla vel með vatni. Þar á eftir er mælt með því að láta búnaðinn þorna vel og að síðustu spreyja með sótthreinsandi efni.

Auk þess að hugsa vel um þrifin á klórubúnaðinum á auðvitað að fylgjast vel með sliti og sérstaklega hárum burstanna sem eru notaðir. Gera ætti þá kröfu að hárin hafi 8-10 ára endingu en mótorar og legur endast mögulega eitthvað styttra.

Bændur sem hafa verið með vel slitna bursta tala oft um það hve ásókn kúa eykst mikið í þá eftir að búið er að endurnýja þá, sem segir sína sögu svo ekki ætti að bíða of lengi með endurnýjun, sé farið að sjá á klórubúnaðinum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...