Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast
Fréttir 25. júní 2015

Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast

Höfundur: smh
Á vegum Bændasamtaka Íslands og Umhverfisstofnunar var haldin ráðstefna í Gunnarsholti þann 10. apríl síðastliðinn þar sem upplýsingar voru kynntar sem bændur höfðu skráð um tjón af völdum álfta og gæsa. Kom þar í ljós að tjón á síðasta ári var afar umfangsmikið.
 
Í framhaldinu gaf fulltrúi umhverfisráðuneytisins út að skipaður yrði aðgerðarhópur á vegum stjórnvalda til að vinna að tillögum um aðgerðir til að bregðast við vandanum. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, sem hefur m.a. unnið í þessum málum fyrir hönd Bændasamtakanna, þá er vinna með stjórnvöldum að aðgerðaráætlun að komast í gang. „Tjónaskýrslur frá bændum í fyrra sýndu fram á verulegt tjón sem gerir kornbændum mjög erfitt fyrir á sumum svæðum landsins. Tilkynningar um tjón sem bændur skráðu á Bændatorgið í fyrra hafa verið mikilvæg gögn til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Það skiptir því öllu máli að bændur haldi áfram að skrá tjón á þessu ári á Bændatorginu. Upplýsingar um tjón fara til Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands til skoðunar og úrvinnslu. Bændasamtökin hvetja bændur til að skrá allt tjón af völdum fugla samviskusamlega svo það geti orðið grundvöllur að aðgerðaáætlun í samvinnu við stjórnvöld.“
 
Til þess að hægt sé að skrá tjón á spildum þurfa þær að vera skráðar í JÖRÐ, skýrsluhaldskerfið í jarðrækt, en einnig þarf stafrænt túnkort að vera til staðar. 
 
Í upplýsingum sem skráðar eru þarf eftirfarandi að koma fram: umfang tjóns, tegund fugla sem valda tjóni, tímabil sem tilkynnt tjón á við um, hvaða forvörnum var beitt og mat á kostnaði við forvarnir. Þá eru bændur hvattir til að taka myndir sem sýna fram á tjónið og senda með tjónatilkynningu. Nánari upplýsingar veita búnaðarsambönd og Jón Baldur Lorange hjá Búnaðarstofu. 

Skylt efni: álftir og gæsir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...