Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Álalogia IV
Á faglegum nótum 7. maí 2021

Álalogia IV

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álar þykja fínir til átu í Kína og hefur verðið á glerálum farið yfir fimm þúsund dollara fyrir kílóið í Hong Kong. Í Kóreu eru álar sagðir stinnandi fyrir karlmenn sem eru farnir að linast í slátrinu. Auk þess eru álar borðaðir með bestu lyst um alla Evrópu og í Bandaríkjunum.

Állinn er einn af einkennisfiskum danskrar matarhefðar og var fyrr á öldum hversdagsfæða jafnt í sjávarþorpum sem til sveita sökum óhemju mikillar gengdar hans umhverfis landið. Honum hefur aftur á móti fækkað mikið og í dag er áll dýr fæða og helst neytt til hátíðarbrigða. Állinn er feitur fiskur og þykir mikið hnossgæti, einkum meðal eldri Dana, hvort sem hann er borinn fram soðinn, steiktur eða reyktur. Hann fyrirfinnst í ýmsum vel þekktum réttum svo sem álasúpu frá Suður-Jótlandi.

Heitreyktur áll þykir mikið góðgæti sé hann borinn fram með eggjahræru. Fyrst er állinn roðflettur, flakaður og snyrtur. Hann er síðan skorinn í bita og borinn fram með eggjahræru að hætti hússins, graslauk, tómötum og grófu, ljósu, rúgbrauði. Kaldur bjór þykir fara einstaklega vel með reyktum ál og frændum okkar Dönum dytti ekki í hug að bera álinn fram öðruvísi en með bjór og ákavíti.
Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir m.a. um álinn: „Enda þótt áll sé næstum því hvarvetna á Íslandi, sést hann samt sjaldan, því að hann er ekki veiddur, af því að menn telja hann fremur slöngu en fisk, á líkan hátt og bændur á Sunnmæri í Noregi gera, eftir því sem Ström hermir. Á Rauðasandi, í Tálknafirði og víðar þar vestra er mikil gengd af ál. Þar er hann einnig veiddur lítils háttar, með aðferð, sem menn hafa lært af forfeðrum sínum. Hún er þannig, að tekin er stöng með hnúð eða kringlóttu hjóli á öðrum endanum. Skyri er riðið á hjólið rétt við stöngina og henni stungið til botns. Álarnir, sem sækjast eftir þessari beitu, sjá hvíta litinn og skríða upp á hjólið og vefja sig um stöngina og byrja að eta í ró og næði, en þá er stönginni kippt upp.“

Sagt er að álar í draumum boði dreymandanum erfiðleika og strit. Að sjá ála skjótast um í vatni í draumi er fyrir falsi og fláræði. Að flá ál er aftur á móti fyrir skemmtilegu verkefni en að borða ál er fyrir harðæri og erfiðleikum í peningamálum. Að veiða ál boðar góð tíðindi.

Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir í Íslenskum þjóðháttum að gott hafi þótt að leggja álsroð á bakið við bakverkjum. „... sumir segja roð af bjartál, snúa holdrosunni að og láta sitja í 9 eða 11 nætur.“

Sá misskilningur virðist hafa verið landlægur að álar gefi frá sér rafmagn og að fólk geti fengið raflost af þeim, samanber nafnið hrökkáll. Fiskurinn sem gengur undir nafninu hrökkáll á íslensku í dag er ekki áll og tilheyrir öðrum ættbálki fiska. Hugsanlegt er að nafnið hrökkáll eigi eitthvað skylt við að fólk hafi hrokkið í kút þegar hann vafði sig skyndilega um fætur þess í vatni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...