Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sérfræðingahópurinn leggur til að gefin verði út landsáætlun um riðuveikilaust Ísland innan tiltekins árafjölda.
Sérfræðingahópurinn leggur til að gefin verði út landsáætlun um riðuveikilaust Ísland innan tiltekins árafjölda.
Mynd / Aðsend
Fréttir 16. nóvember 2023

Ákvörðun um niðurskurð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir og Sigurður Már Harðarson

Bændur á Stórhóli í Húnaþingi vestra bíða enn niðurstöðu um hvort fé í þeirra eigu með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir fái að lifa.

Riðutilfelli greindist í sláturfé frá bænum í haust þar sem er nú tæplega 590 fjár. Þar af um 100 með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir, að sögn Garðars V. Gíslasonar bónda.

„Þetta eru um fimmtíu ær, hitt eru allt gemlingar,“ segir hann. „Ég hugsa að við hefðum hætt búskap ef ekki hefði verið komið neitt svona,“ segir hann og á þar við stefnubreytingu í riðumálum vegna verndandi arfgerða í fé. „Það er svona ljós aðeins í þessu núna, mér finnst það nú frekar,“ segir Garðar.

Yfirdýralæknir mun fljótlega senda frá sér tillögur til matvælaráðherra um tilhögun niðurskurðar á bænum. Búast má við að þær taki mið af þeim áherslum sem birtast í nýrri skýrslu sérfræðingahóps um nýja nálgun í aðgerðum gegn riðuveiki sem skilað var til matvælaráðherra. Enda var skilgreint hlutverk hópsins að vera yfirdýralækni til ráðgjafar hvað varðar aðgerðir til útrýmingar á riðuveiki.

Í áherslum sérfræðingahópsins eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuveiki í sauðfé, með nýrri nálgun og ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Lögð er áhersla á að ekki verði hvikað frá niðurskurðarstefnunni en þó verði heimilt að undanskilja frá niðurskurði hjarða fé sem ber verndandi arfgerðir og einnig mögulega verndandi arfgerðir.

Tvær næmar samsætur

Í skýrslunni kemur fram að af þeim sjö genasamsætum sem hafi fundist í fé á Íslandi, séu ARQ og VRQ næmar fyrir smiti – einkum þó VRQ. Aðrar samsætur eru taldar vera minna næmar, mögulega verndandi eða verndandi.

Til minna næmra samsæta teljast AHQ og N138. Til mögulega verndandi samsæta teljast samkvæmt skýrslunni C151 og T137, en ARR telst verndandi. Lagt er til að megináherslan verði á fjölgun ARR, en einnig að tíðni T137 verði aukin og að tíðni C151 verði viðhaldið.

Í greinargerð um ARR segir að arfgerðir þar sem minnst önnur genasamsætan er ARR og hin genasamsætan er ekki VRQ, séu alþjóðlega viðurkenndar sem verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Stefna eigi að fjölgun arfbera ARR og í fyllingu tímans arfhreinna ARR/ARR kinda eins og kostur er. Hópurinn leggur til að gefin verði út landsáætlun um riðuveikilaust Ísland innan tiltekins árafjölda.

Sjá nánar í 21. tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...