Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþáguheimildir frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.

Matvöruheildsalan Innnes krafði Samkeppniseftirlitið (SKE) um inngrip vegna háttsemi framleiðendafélaga í júlí á þessu ári. Kröfunni var synjað á þeim grundvelli að ekki væri lengur á valdsviði SKE að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga vegna heimilda sem settar hefðu verið með breytingarlögunum. Innnes byggði málatilbúnað sinn á því að breytingarlögin brytu gegn 44. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

„Málsnúmerið hlaut vissulega þrjár umræður en breytingar á frumvarpinu í þinglegri meðferð hafi verið svo umfangsmiklar að nýtt frumvarp hafi í raun litið dagsins ljós án fullnægjandi umræðna. Eðli málsins samkvæmt eru breytingar gerðar á frumvörpum, enda er það tilgangurinn með því að hafa þrjár umræður um frumvarp áður en það verður að lögum. Hins vegar er ekki kýrskýrt samkvæmt lögum hversu viðamiklar breytingarnar megi vera áður en um annað frumvarp sé að ræða,“ segir Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi. „Í dómnum segir að úrlausnarefni þessa máls reyni fyrst og fremst á stjórnskipulegt gildi laganna sem fólu í sér breytingar á búvörulögum. Óumdeilt er að lagasetningin komi í veg fyrir að SKE myndi bregðast við erindi Innnes um að láta málefni framleiðendafélaga til sín taka í samræmi við heimildir SKE skv. samkeppnislögum.“ Dómurinn lýsi afstöðu til breytingarlaganna sem stjórnskipulegs álitaefnis og tekur mið af dómaframkvæmd um breytingar á lagafrumvörpum. „Einnig endurspeglar hann mikilvægi þess að Alþingi fylgi skýrum reglum við setningu laga til að tryggja réttaröryggi. Til að taka allan vafa af málinu hefði verið réttast samkvæmt dómnum að fara með breytingartillöguna sem nýtt mál og hefja þrjár umræður um það á ný,“ segir Katrín.

Í dómnum segir að áskildum fjölda umræðna samkvæmt stjórnarskrá var ekki náð. „Sú breyting sem gerð var á búvörulögum og samþykkt á Alþingi var ekki sett á stjórnskipulegan hátt þar sem hún stríðir gegn stjórnarskrá og hefur af þeim sökum ekki lagagildi. Breyting þessi stendur þannig ekki í vegi fyrir því að SKE taki erindi Innnes til úrlausnar í samræmi við lögbundið hlutverk sitt samkvæmt samkeppnislögum.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...