Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ný stjórn hjá geitfjárbændum. Brynjar Þór Vigfússon formaður, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Anna María Flygenring, Hulda Brynjólfsdóttir aramaður og Guttormur Hrafn Stefánsson varamaður.
Ný stjórn hjá geitfjárbændum. Brynjar Þór Vigfússon formaður, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Anna María Flygenring, Hulda Brynjólfsdóttir aramaður og Guttormur Hrafn Stefánsson varamaður.
Mynd / smh
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. Ljóst er eftir þann fund að Brynjar Þór Vigfússon, Gilhaga í Öxarfirði, verður áfram formaður deildarinnar.

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, á Háafelli í Hvítársíðu, verður einnig áfram í stjórninni og svo kemur Anna María Flygenring, í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, aftur inn í stjórn.

Ein ályktun var samþykkt frá fundinum um að Bændasamtök Íslands í samráði við stjórnvöld vinni saman að því að styrkja framtíð geitastofnsins og geitfjárræktarinnar með fjármagni og stuðningi, ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Stjórnvöld hafi undirgengist ýmsar skuldbindingar varðandi verndun stofnsins sem er enn þá talinn í bráðri útrýmingarhættu.

Þannig megi tryggja áframhaldandi þróun búgreinarinnar og framtíðarsýn ræktunarinnar áfram upp úr útrýmingarhættu.

Vonast eftir meiri þátttöku

Brynjar segir að umræður á fundinum hafi verið fjölbreyttar en einskorðast að mestu við innsendar tillögur sem hafi verið unnar upp úr starfi deildarinnar og úr samtölum við geitabændur. Hann segist líta sáttur til síðasta árs í embætti formanns, þó mögulega hafi mátt gera meira.

„Það er von mín að geitabændur fari að láta sig varða meira starf deildarinnar og komi virkari að starfi deildarinnar. Til að deildin geti haldið öflugu starfi gangandi þarf hún að finna fyrir auknum áhuga frá fleiri geitabændum og finna fyrir aðhaldinu frá þeim.

Það er ósanngjarnt að ár eftir ár leggist það á sömu herðar fárra að láta í sér heyra um geitfjárræktina. Því fleiri sameinaðar raddir er líklegra að hærra heyrist frá lítilli grein,“ segir Brynjar.

Greining á tekjum og gjöldum

Hann telur að markverðustu málefni fundarins hafi snúist um mikilvægi þess að greining á tekjum og gjöldum geitfjárræktarinnar fari fram, þar sem lítið sé um haldbær gögn um stöðu þeirra mála.

Hann segir einnig brýnt að halda áfram vinnu með Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins varðandi kynbótamat og við Heiðrúnu skýrsluhaldsforritið, sem nauðsynlegt sé að koma í rétt horf sem fyrst. Þá liggi mikið á að geitfjárræktin fái aukinn opinberan stuðning þar sem greinin standi gjarnan utan við stuðningskerfið. Huga verði að hvar hún gæti komist að eða vinna að því að nýir stuðningsflokkar verði stofnaðir utan um greinina.

Koma verði á samtali milli deildarinnar og Bændasamtaka Íslands varðandi fjölþættan stuðning við greinina.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...