Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ákall til íbúa og sveitarstjórna í dreifbýli Íslands
Lesendarýni 1. apríl 2022

Ákall til íbúa og sveitarstjórna í dreifbýli Íslands

Höfundur: Ingólfur Bruun.

Nú er hafið kapphlaup að setja upp vindmyllugarða úti um allt land. Að þessu standa innlendir og erlendir fjárfestar. Enn er gerð atlaga að auðlindum landsins án þess að almenningur muni njóta góðs af arðinum sem felst í þeirri náttúruauðlind sem vindurinn er.

Nú þegar hafa aðilar sölsað undir sig fiskveiðiauðlindina án þess að fullt gjald komi fyrir og eins má minna á svo til frí afnot fiskeldisfyrirtækja af fjörðum landsins.

Arðurinn af vindorkuverum mun ekki enda hjá íbúum og sveitarfélögum í dreifbýli Íslands heldur að öllum líkindum á erlendum aflandsreikningum með bókhaldsbrellum.

Allir þekkja hvernig byggðaþróun var háttað á Íslandi á seinni hluta tuttugustu aldar. Fólki fækkaði til muna í sveitum landsins og eins í sjávarplássum þar sem einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög létu glepjast af skyndigróða og seldu frá sér kvóta með hörmulegum afleiðingum fyrir íbúa viðkomandi sjávarplássa.

Í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli komst Ísland rækilega á blað erlendra ferðamanna. Skyndilega streymdu ferðamenn til Íslands sem aldrei fyrr. Ekki einasta komu ferðamenn til Íslands að sumri heldur líka að vetri. Og þá gerðist það merkilega að fólksflótti úr dreifbýlinu snérist við. Ungt fólk gat snúið aftur til æskustöðvanna og breytt búskap úr því að hugsa um dýr og huga þess í stað að ferðamönnum. Eða jafnvel sinnt bæði, búskap og ferðamönnum. Ferðaþjónustan var orðin að heilsársbúgrein.

Með því að setja upp vindmyllugarða þá eyðileggst óspillt víðáttan

En hvað var það sem heillaði ferða­menn við Ísland? Það var og er (nánast) óspillt náttúra landsins. Jöklarnir, sandarnir, hálendi Íslands og svo það sem mjög margir ferðamenn hafa orð á, óspillt víðáttan. Með því að setja upp vindmyllu­garða þá eyðileggst óspillt víðáttan fyrir utan þá staðreynd að arðurinn af téðum vindmyllugörðum mun ekki nýtast íbúum né heldur sveitarfélögum þar sem vindmyllugarðar yrðu settir upp. Ef af þessum vondu áformum verður mun draga úr straumi ferðafólks vegna þess að búið verður að spilla aðalaðdráttarafli ferðamanna til Íslands sem er óspillt náttúra.

Hér skal því haldið fram að ferðaþjónustunni tókst það sem gervöllum ráðstöfunum íslenskra stjórnmála á tuttugustu öldinni tókst ekki, að snúa við fólksflóttanum frá dreifbýlinu til þéttbýlisins á SV-horninu. Minna má á Byggðastofnun, laxeldi, loðdýrarækt, endalausa styrki til alls kyns framkvæmda og svo mætti lengi telja. Að mati þess sem hér ritar á það að vera markmið að halda landinu í byggð eins og við getum. Og við eigum að leggja mikið á okkur til þess að svo verði. Óspillt náttúra er mikilvægasti þátturinn í því að laða að ferðamenn til Íslands.

Dæmi um sveitarfélag þar sem fólksfækkun var svo mikil að sveitarfélagið var orðið skilgreint sem brothætt byggð, var Skaftárhreppur. Skaftárhreppur hefur notið góðs af fjölgun ferðamanna svo um munar. Því sætir það nokkurri furðu að til eru öfl í Skaftárhreppi sem berjast fyrir því að virkja bæði vind og vatn í hreppnum. Ef þessum sömu aðilum er annt um að búseta haldist í hreppnum ættu þeir að láta sig mjög varða óspillta náttúru í hreppnum sem og reyndar annars staðar á landinu. Ef náttúru Skaftárhrepps verður spillt með vatnsvirkjunum og/eða vindmyllugörðum mun það rýra mjög aðdráttarafl ferða­manna og draga verulega úr atvinnu­möguleikum íbúa Skaftár­hrepps.

Og svo því sé haldið til haga þá vantar ekki orku á Íslandi, það vantar betra dreifikerfi til að hægt sé að miðla orku milli landshluta þegar svo ber undir.

Ágætu íbúar í dreifbýli og sveitarstjórnir. Leyfum náttúru Íslands að vera óspilltri og skilum henni þannig til niðja okkar og einnig til þeirra sem leggja á sig á heimsækja Ísland til að njóta óspilltrar náttúru.

Ingólfur Bruun
ib@betrifjarskipti.is
Höfundur er leiðsögumaður og framkvæmdastjóri Betri fjarskipta ehf.

Skylt efni: Vindmyllur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...