Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var í för með Bændasamtökunum og átti samtöl við bændur. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er í bakgrunni.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var í för með Bændasamtökunum og átti samtöl við bændur. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er í bakgrunni.
Mynd / BÍ
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefnin sem voru til umræðu snéru að vandamálum í nýliðun í landbúnaði, afkomuvanda, búvörusamningum og tollvernd.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var í för með Bændasamtökunum og segir hún að ánægjulegt hafi verið að fá tækifæri til þess og eiga milliliðalaust samtal við bændur. „Á öllum fundum hafa komið fram áhyggjur bænda af nýliðun í stéttinni, að afkoman sé ekki nógu góð til að ungt fólk sjái framtíð sína í landbúnaði. Þetta á íslensk bændastétt sameiginlegt með kollegum sínum víðs vegar um heim en við verðum að huga að leiðum til að ungt fólk sjái sér hag í að velja sér landbúnað sem starfsvettvang.“

Umræðan nýtist ráðuneytinu í vinnunni framundan

Að sögn Hönnu Katrínar var margt annað áhugavert til umræðu á fundunum sem liggur bændum á hjarta og nefnir hún raforkuverð, stuðningskerfið, nýsköpun, tolla og hvernig megi koma í veg fyrir söfnun jarða á fárra hendur.

„Það sem fundargestir hafa lagt til umræðunnar mun nýtast í þeirri vinnu sem fram undan er í mínu ráðuneyti, einnig mun hluti fundargesta taka þátt í rafrænum umræðuhópum í rannsókn sem unnin verður á vegum ráðuneytisins, það verður dýrmætt veganesti fyrir þá vinnu sem fram undan er.“

Gott samtal milli bænda og ráðherra

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum hafi meðal annars verið ræddar þar sem bændur létu skoðanir sínar í ljós varðandi fyrirhugaða niðurfellingu á heimild afurðastöðva til hagræðingar. Jarðalögin hafi einnig verið til umræðu, mikilvægi einföldunar regluverks og raforkumálin. „Það er gott og ekki síður mikilvægt að ráðherra fái – og ekki síst gefi sér – tækifæri til að heyra beint í bændum og að málefnalegar umræður eigi sér stað. Bændur hafa fagnað þessari fundaferð okkar og ráðherra. Komið er á aukið samtal við bændur og ráðherra fær betri skilning á landbúnaðinum og því sem brennur á bændum.

Það er augljóst að ráðherra hlustar á okkur bændur, skilningur á atvinnugreininni er að aukast og það mun skila okkur í betri samningum við ríkið. Gott samtal milli bænda og ráðherra mun vera öllum til heilla og ekki síst neytendum. Við erum öll í sama liði þó að ágreiningur kunni að skapast um leiðir að þeim markmiðum sem að er stefnt,“ segir Trausti.

Markmið fundanna var að finna raunhæfar lausnir á áskorunum bænda og voru fundir haldnir dagana 7.–9. apríl á sjö stöðum hringinn í kringum landið. Fundir í Reykjavík og á Vestfjörðum verða auglýstir síðar. /

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f