Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka.
Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka.
Mynd / Ingimar Sigurðsson
Fréttir 5. febrúar 2016

Áhugi á heimavinnslu matvæla í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh
Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu, sem allar koma að búskap með einum eða öðrum hætti, komu saman á dögunum til að ræða möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði, með það jafnvel fyrir augum að stofna matarsmiðju. 
 
Ein þessara kvenna er Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, bóndi á Sölvabakka og fyrrverandi ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Þetta er nú eiginlega á frumstigi og þessi fundur sem við ætlum að halda á miðvikudaginn [í gær] er fyrsta skrefið. Þá ætlar Óli Þór Hilmarsson, sérfræðingur hjá Matís, að halda erindi um aðstöðu, leyfismál og annað sem þarf að huga að þegar matarsmiðja er stofnuð. Hann hefur mikla reynslu af því að styðja við slík verkefni og er margfróður um vinnslu matvæla og vöruþróun.“
 
Stöllur Önnu Margrétar og forsprakkar hópsins í þessu verkefni eru þær Sigrún Hauksdóttir í Brekku og Selma Svavarsdóttir, sem býr reyndar núna á Blönduósi en stundaði búskap í Syðri-Brekku og á enn þá nokkrar kindur. „Þær sendu sem sagt nokkrum völdum konum póst og upp úr því var haldinn fundur þar sem hugmyndirnar flæddu, allt frá stofnun matarsmiðju út í handverk og markað eða búð, með afurðir í héraði,“ segir Anna Margrét. Hún á von á því að slíkur markaður með afurðir úr sveitinni yrði staðsettur á Blönduósi, enda enginn slíkur markaður þar rekinn. Hún segir það skjóta skökku við í ljósi þess hversu margir ferðamenn eigi leið um bæinn. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...