Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áhrifavaldið
Mynd / ghp
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi varð fréttaefni út fyrir landsteinana. Íslenskir fjölmiðlar ráku skortinn til samfélagsmiðlaæðis en uppskrift að tilteknu gúrkusalati fer þar eins og eldur um sinu manna á milli.

Tímabundinn skortur á gúrkum í búðum er ekki nýr af nálinni. Gúrkur eru ræktaðar í lotum en frá sáningu á fræi tekur gúrkuplöntuna sex til tíu vikur að gefa af sér afurð. Innan við tíu garðyrkjustöðvar framleiða allar gúrkur hér á landi. Vegna smæðar verða neytendur mjög fljótt varir við frávik í framleiðslunni. Um leið og matvöruverslanirnar finna nú fyrir aukinni sölu er verið að ræsa stóreldhúsin fyrir skólana sem kaupa inn hráefni í miklu magni. En þótt garðyrkjubændur séu viljugir til verka, þá er tiltekinn aðfangaskortur fyrirstaða aukinnar framleiðslu.

Í grein The New York Times er vitnað í Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna, sem segir ástæðu framleiðslulægðarinnar meðal annars koltvísýringsskort í garðyrkju. Aðeins eitt fyrirtæki útvegar garðyrkjubændum þessi
aðföng hér á landi.

Vindmyllur

Allt stefnir í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum í Búrfellslundi við Vaðöldu, en um þrjátíu vindmyllur eru áætlaðar sunnan Sultartangastíflu. Sitt sýnist hverjum eins og fram kemur í þessu tölublaði Bændablaðsins. Á meðan talsmaður Landsvirkjunar segir að fylgt hafi verið öllum lögbundnum ferlum og þeim ramma sem er til staðar gagnrýnir framkvæmdastjóri Landverndar að undirbúningi sé hleypt svo langt af stað án stefnumótunar.

Umdeild skógrækt

Skorti á stöðlum og römmum er einnig fyrir að fara í umræðu um umdeilda skógrækt í Saltvík. Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, segist, í aðsendri grein hér í tölublaðinu, hafa átt fund með fulltrúum fyrirtækisins Yggdrasils Carbon og sveitarfélaginu Norðurþingi vegna framkvæmdanna sem fólu í sér umfangsmikið jarðrask á mólendi. Sveinn Runólfsson segir í aðsendri grein að framkvæmdirnar í Saltvík séu í engu samræmi við markmið laga um náttúruvernd og stríði gegn alþjóðlegum samningum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Hann telur verkefnið tilgangslaust og ekki til þess gert að binda kolefni. Ágúst undirstrikar mikilvægi verklagsreglna og segir að ramminn sé ekki nægjanlega skýr en að sérstakur stýrihópur hafi m.a. fengið það verkefni að móta tillögur að gæðaviðmiðum varðandi val á landi til skógræktar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...