Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata
Á faglegum nótum 2. janúar 2015

Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skýrslan Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata er komin út.


Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktarbændur og HAMK University of Applied Sciences í Finnlandi.
Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann. Markmiðin voru að prófa, hvort milliplöntun, afblöðun og grisjun hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði tómata og hvort það væri hagkvæmt. Rannsóknin var gerð í tilraunagróðurhúsinu á Reykjum.

Tómatarnir (cv. Encore) voru ræktaðir með 2,66 toppa á m2 í vikri undir topplýsingu frá háþrýstum natríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki 18 klst ljós.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að grisjun hafði áhrif á söluhæfa uppskeru, uppskerumagn var 10 % minna. Meðalþyngd aldina var eitthvað hærri með grisjun en fjöldi uppskorinna aldina var lægri. Fleiri aldin fara í fyrsta flokk eftir grisjun en þegar ekki var grisjað og lítil aldin voru fæst. Við milliplöntun var alltaf uppskorið og þá jókst uppskera um 10 % (og um 15 % yfir lengri tíma) og framlegð um 3.400 ISK/m2 borið saman við enga milliplöntun. Ef afblöðun fer úr hefðbundinni í mikla jókst uppskera um 10 % og framlegðin um 1.400 ISK/m2. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við mikil afblöðun var aukin meðalþyngd og fleiri aldin í 1. flokki. Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að grisja ágrædda tómata ekki, nota milliplöntun (ef sjúkdómar eru ekki í gróðurhúsi) og byrja snemma að afblaða mikið og gera það fram yfir byrjun uppskeru til að auka uppskeru og framlegð.

Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni.

Skýrslan er nr. 55 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.
 

Skylt efni: Garðyrkja

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...