Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Mynd / VH
Fréttaskýring 1. mars 2022

Áhrif hlýnunar á íslenska þorskstofninn

Höfundur: Guðjón Einarsson

Sagan sýnir að hlýnun hafsvæð­anna umhverfis Ísland getur haft mikil áhrif á útbreiðslu og framleiðni íslenska þorsk­stofnsins.

Að einhverju leyti hafa slík áhrif komið fram við þær hlýju aðstæður sem nú ríkja á Íslandsmiðum, a.m.k. að því er varðar aukinn lífmassa og langlífi einstaklinga, en það tengist því einnig að veiðiálag hefur ekki verið minna í meira en hálfa öld, segir í áðurnefndri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Þó er bent á að þrátt fyrir að stækkandi hrygningarstofni og víðari aldursdreifingu hafi fylgt aukin þorskgengd á helstu hrygn­ingar­svæðum undanfarin 15 ár og fjöldi 1 árs þorsks hafi aukist samfara því, hafi það ekki skilað sér í stórum árgöngum í veiðistofni.

Þótt hækkandi sjávarhiti á Íslandsmiðum geti í sumum tilfellum haft áhrif á vaxtarhraða og nýliðun, geti einnig komið fram neikvæð áhrif þegar magn helstu fæðu þorsks, þ.e. loðnu og rækju sem eru kaldsjávartegundir, minnkar.

Stærri fiskurinn étur þann smáa

Þá er vikið að því í skýrslunni að dánartíðni yngstu árganga þorsks af völdum afráns sé líklega mest þegar stofn afræningja (þ.e. stærri fiska sem éta minni fiska) sé stór, fæðuframboð afræningja lítið og vöxtur þorskungviðis hægur. Afránstíðni minnkar með aukinni stærð bráðarinnar og hægvaxta ungviði er því lengur að komast úr “afránsglugganum” eins og það er orðað.

Einnig eykur hærri sjávarhiti orkuþörf afræningja sem gæti aukið afránstíðni á ungþorski. Undanfarin 15 ár virðast að­stæður á Íslandsmiðum hafa stuðlað að hlutfallslega mikl­um náttúrulegum afföllum af ungþorski (1-3 ára). Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt. Þessir þættir geta takmarkað nýliðun og vöxt þorskstofnsins en hlutfallsleg áhrif þeirra eru ekki þekkt, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...