Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Mynd / VH
Fréttaskýring 1. mars 2022

Áhrif hlýnunar á íslenska þorskstofninn

Höfundur: Guðjón Einarsson

Sagan sýnir að hlýnun hafsvæð­anna umhverfis Ísland getur haft mikil áhrif á útbreiðslu og framleiðni íslenska þorsk­stofnsins.

Að einhverju leyti hafa slík áhrif komið fram við þær hlýju aðstæður sem nú ríkja á Íslandsmiðum, a.m.k. að því er varðar aukinn lífmassa og langlífi einstaklinga, en það tengist því einnig að veiðiálag hefur ekki verið minna í meira en hálfa öld, segir í áðurnefndri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Þó er bent á að þrátt fyrir að stækkandi hrygningarstofni og víðari aldursdreifingu hafi fylgt aukin þorskgengd á helstu hrygn­ingar­svæðum undanfarin 15 ár og fjöldi 1 árs þorsks hafi aukist samfara því, hafi það ekki skilað sér í stórum árgöngum í veiðistofni.

Þótt hækkandi sjávarhiti á Íslandsmiðum geti í sumum tilfellum haft áhrif á vaxtarhraða og nýliðun, geti einnig komið fram neikvæð áhrif þegar magn helstu fæðu þorsks, þ.e. loðnu og rækju sem eru kaldsjávartegundir, minnkar.

Stærri fiskurinn étur þann smáa

Þá er vikið að því í skýrslunni að dánartíðni yngstu árganga þorsks af völdum afráns sé líklega mest þegar stofn afræningja (þ.e. stærri fiska sem éta minni fiska) sé stór, fæðuframboð afræningja lítið og vöxtur þorskungviðis hægur. Afránstíðni minnkar með aukinni stærð bráðarinnar og hægvaxta ungviði er því lengur að komast úr “afránsglugganum” eins og það er orðað.

Einnig eykur hærri sjávarhiti orkuþörf afræningja sem gæti aukið afránstíðni á ungþorski. Undanfarin 15 ár virðast að­stæður á Íslandsmiðum hafa stuðlað að hlutfallslega mikl­um náttúrulegum afföllum af ungþorski (1-3 ára). Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt. Þessir þættir geta takmarkað nýliðun og vöxt þorskstofnsins en hlutfallsleg áhrif þeirra eru ekki þekkt, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...