Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Syðri-Ófæra.
Syðri-Ófæra.
Lesendarýni 27. ágúst 2020

Áhættumat erfðablöndunar og viðbrögð við slysasleppingum

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson
Áhættumat erfðablöndunar gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 felur í sér að horfa, gera ekki neitt og mæla síðan tjónið. Það gengur út á að leggja mat á hvort atburður hafi átt sér stað og grípa þá til aðgerða. Einu viðbrögðin eftir að ljóst er að eldislax hefur sloppið er að veiða við sjókvíar. 
 
Í Noregi þar sem búið er að glíma við áratuga langa erfðablöndun í villtum laxastofnum er áherslan á að koma í veg fyrir að eldislax nái að hrygna í veiðivötnum með því að fjarlægja fiskinn. Gróflega má skipta veiðum á strokulaxi í fjögur þrep:
  • Veiðar við eldiskvíar.
  • Veiðar í sjó utan eldissvæða.
  • Hindra uppgöngu á ósasvæðum.
  • Fjarlægja eldislax úr veiðivatni um haustið fyrir hrygningu. 

Veiðar við eldiskvíar
 
Valdimar Ingi Gunnarsson.
Fyrstu viðbrögð eftir að eldislax sleppur er að reyna að veiða hann upp við sjókvíar. Að öllu jöfnu leitar strokulax strax frá sjókvíum og kemur því í mjög litlum mæli fram í veiðum við sjókvíar. Veiðar við sjókvíar eftir að uppgötvast hefur gat á netpoka gefa því engar eða litlar upplýsingar um hvort eða í hve miklu mæli eldislax hefur sloppið. Í raun er hér um að ræða hreina sýndarmennsku og tilkynningar um að enginn eldislax hafi sloppið byggja á vafasömum forsendum.   
 
Veiðar í sjó utan eldissvæða
 
Almennt hafa veiðar á eldislaxi í sjó ekki skilað nægilega miklum árangri og eru jafnframt umdeildar og umræða er að aukast um að hugsanlega sé skaðinn meiri en ávinningurinn.  Líkur á að veiða eldislax í sjó er háður fiskstærð og tímasetningu sleppingar. Lítið veiðist af seiðum sem sleppa en endurheimtur aukast síðan með aukinni fiskstærð. Vegna þeirrar hefðar að veiða ekki lax í sjó á Íslandi þá eru ekki miklar líkur á eða skynsamlegt að þessi aðferð verði notuð hér á landi, sérstaklega á þeim tíma sem laxfiskar eru í mestum mæli í sjó.  
 
Hindra uppgöngu á ósasvæðum
 
Með notkun gildru í fiskistiga eða með því að þvergirða veiðiár er mögulegt að hindra og flokka frá eldislax og hleypa villtum laxi upp í ána. Þessi aðferð er tiltölulega kostnaðarsöm en hefur í örfáum tilfellum verið beitt erlendis. Skv. upphaflegu áhættumati erfðablöndunar gefið út af Hafrannsóknastofnun árið 2017 er ekki gert ráð fyrir að koma fyrir gildru eða öðrum búnaði við árvaka til að fanga og flokka frá eldislax.  Það á að horfa á slysin gerast í beinni útsendingu með upptöku í árvökum án þess að gripið verði strax til aðgerða.  Einhverja bakþanka hafa höfundar fengið, þar sem með nýju og uppfærðu áhættumati erfðablöndunar er gert ráð fyrir að hindra og fjarlægja eldislax í tilfelli stórra slysasleppinga. Hvað er átt við með stórri slysasleppingu er óljóst en fjallað verður nánar um þessa breytingu í seinni grein.    
 
Fjarlægja eldislax úr veiðivatni
 
Eins og gert hefur verið grein fyrir í fyrri greinum er það verklag viðhaft í Noregi að fjarlægja eldislax úr veiðiám fyrir hrygningu á haustin og byggir á eftirfarandi:
 
  • Þekktur uppruni: Þegar slysaslepping á sér stað tekur Fiskistofa ákvörðun hvort og þá í hve miklum mæli farið verður í aðgerðir til að fjarlægja strokulax úr veiðiám. Laxeldisfyrirtæki sem er eigandi strokulaxins er gert skylt að greiða kostnaðinn og óháður fagaðili er fenginn til að framkvæma vöktunina og fjarlægja eldislaxinn.  
  • Óþekktur uppruni: Fjarlægja eldislax úr veiðiám af óþekktum uppruna, framkvæmt af óháðum fagaðila og kostað af sjóði sem eldisfyrirtækin fjármagna. Aðallega er farið í veiðiár þar sem talið er að mest sé af strokulaxi. 
 
Af hverju eru tillögur Fiskistofu hunsaðar?
 
Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi lagði til að áhættumat erfðablöndunar yrði notað árið 2017 skv. tillögum Hafrannsóknastofnunar. Í meðferð málsins við undirbúning og gerð breytinga á lögum um fiskeldi var bent á og mælt með norsku leiðinni.  Í greinargerð Fiskistofu vegna beiðni um upplýsingar í tengslum við stefnumótun starfshóps í fiskeldi sem fylgdi með í umsögn Fiskistofu með fiskeldisfrumvarpinu vorið 2018 kemur eftirfarandi fram: ,,Ef eldisfiskar finnast í veiðivötnum má skipuleggja aðgerðir til að fjarlægja þá, ef það er mögulegt, eða koma í veg fyrir að fleiri eldisfiskar komist í viðkomandi veiðivatn. Slíka vöktun gæti Hafrannsóknastofnun annast í samráði við Fiskistofu,“ Af hverju voru tillögur Fiskistofu og annarra fagaðila hunsaðar? Einnig er spurt; af hverju er gert ráð fyrir að fjarlægja eldislax í tilfelli stórra slysasleppinga í nýju og uppfærðu áhættumati erfðablöndunar sem gefið var út á þessu ári?
 
Tvö verkfæri
 
Í áhættumati erfðablöndunar er lagt til að nota tvö viðmið til að virkjuð verði viðbrögð sem eru:
 
i.  Hlutfall eldislaxa í veiðivötn-
um og er miðað við 4%. 
ii. Erfðablöndun, en þar er við-
miðið óskilgreint og óljóst. 
 
Ofangreind viðmið þarf stofnunin að styðjast við þegar tillögur eru lagðar fram um viðbrögð. Þau mynda grunn að ákvarðanatöku um aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum og því grunnurinn að því að áhættumat erfðablöndunar skili sínu hlutverki.   Vandamálið er að viðmiðin byggja á mjög veikum grunni eins og áður hefur komið fram og stofnunin hefur ekki gert grein fyrir framhaldi eða frekari útfærslum. 
 
Hvernig á að vinna?
 
Hafrannsóknastofnun stendur frammi fyrir eftirfarandi viðfangsefnum í sinni ráðgjöf til stjórnvalda sem þýðir að það:
  • Verður ekki hægt að reikna út hlutfall eldislaxa nema í örfáum veiðivötnum, ef fylgt er tillögum áhættumats erfðablöndunar. 
  • Er ekki alltaf samhengi á milli hlutfalls eldislaxa í veiðivatni og erfðablöndunar.
  • Er ekki til neitt viðmið fyrir erfðablöndun.  
 
Hvernig ætlar Hafrannsóknastofnun að veita stjórnvöldum ráðgjöf þegar grundvallar forsendur fyrir viðmið til ákvörðunartöku vantar?  Verða ráðleggingar byggðar á geðþóttarákvörðunum?
 
Valdimar Ingi Gunnarsson 
Höfundur er sjávarútvegs-
fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...