Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?
Lesendarýni 31. mars 2023

Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?

Höfundur: Andrés Arnalds náttúrufræðingur.

Það má draga mikinn lærdóm af reynslu Nýsjálendinga. Þar er nú andvirði milljarða króna varið árlega til að verja landslag og lífríki fyrir innfluttum trjátegundum sem hafa verið að dreifast þar með veldisvaxandi hraða út frá ræktunarsvæðum sem kostuð voru af ríkinu.

Stafafura, okkar mest ræktaða trjátegund, ber þar hæst og er talið eitt skæðasta illgresi Nýja-Sjálands.

Í þessu ljósi var það óneitanlega athyglisvert að sjá nýlega auglýsingu frá Skógræktinni sem um þessar mundir vekur athygli á lausu starfi skógræktarráðgjafa. Auglýsinguna prýðir mynd af lítilli stafafuru sem er að vaxa upp í lyngmóa. Ég gat ekki annað en velt fyrir mér mögulegum tengslum myndefnisins við hlutverk þessa nýja starfsmanns.

Þá leitar fyrst á hugann hvort þessi fura eigi að undirstrika áherslu á yfirtöku stórvöxnu tegundanna og stuðla með því að falli hinna „ómerkilegu“ innlendu vistkerfa svo sem mólendis. Verkefni starfsmannsins væri þar með að vinna að útbreiðslu furu og fleiri innfluttra tegunda.

Eða á hlutverk starfsmannsins þvert á móti að vera að koma í veg fyrir útbreiðslu þessara tegunda utan skýrt afmarkaðra ræktunarsvæða? Munum við þá jafnvel sjá starfsmanninn trítla um hagann við að uppræta villibarr, afsprengi þeirrar takmarkalausu gróðursetningar barrtegunda sem nú er stunduð? Kannski mun hann bera sig saman við kollega sína á Nýja-Sjálandi, líkt og stúlkuna sem prýðir forsíðu þarlends bæklings um stríðið gegn illgresi. Hvað lágu margar furur í valnum í dag?

Ólíkt hafast þjóðir að! Þeir sem vilja kynna sér baráttuna við „villibarrið“ sem nú er háð á Nýja-Sjálandi geta nálgast frekari upplýsingar á natturuvinir.is.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f