Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?
Lesendarýni 31. mars 2023

Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?

Höfundur: Andrés Arnalds náttúrufræðingur.

Það má draga mikinn lærdóm af reynslu Nýsjálendinga. Þar er nú andvirði milljarða króna varið árlega til að verja landslag og lífríki fyrir innfluttum trjátegundum sem hafa verið að dreifast þar með veldisvaxandi hraða út frá ræktunarsvæðum sem kostuð voru af ríkinu.

Stafafura, okkar mest ræktaða trjátegund, ber þar hæst og er talið eitt skæðasta illgresi Nýja-Sjálands.

Í þessu ljósi var það óneitanlega athyglisvert að sjá nýlega auglýsingu frá Skógræktinni sem um þessar mundir vekur athygli á lausu starfi skógræktarráðgjafa. Auglýsinguna prýðir mynd af lítilli stafafuru sem er að vaxa upp í lyngmóa. Ég gat ekki annað en velt fyrir mér mögulegum tengslum myndefnisins við hlutverk þessa nýja starfsmanns.

Þá leitar fyrst á hugann hvort þessi fura eigi að undirstrika áherslu á yfirtöku stórvöxnu tegundanna og stuðla með því að falli hinna „ómerkilegu“ innlendu vistkerfa svo sem mólendis. Verkefni starfsmannsins væri þar með að vinna að útbreiðslu furu og fleiri innfluttra tegunda.

Eða á hlutverk starfsmannsins þvert á móti að vera að koma í veg fyrir útbreiðslu þessara tegunda utan skýrt afmarkaðra ræktunarsvæða? Munum við þá jafnvel sjá starfsmanninn trítla um hagann við að uppræta villibarr, afsprengi þeirrar takmarkalausu gróðursetningar barrtegunda sem nú er stunduð? Kannski mun hann bera sig saman við kollega sína á Nýja-Sjálandi, líkt og stúlkuna sem prýðir forsíðu þarlends bæklings um stríðið gegn illgresi. Hvað lágu margar furur í valnum í dag?

Ólíkt hafast þjóðir að! Þeir sem vilja kynna sér baráttuna við „villibarrið“ sem nú er háð á Nýja-Sjálandi geta nálgast frekari upplýsingar á natturuvinir.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...