Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Afurðasala óheimil
Fréttir 25. ágúst 2023

Afurðasala óheimil

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. auk þess sem bannað er að flytja hana út.

Fyrr á árinu var lagt til af umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu að ráðist yrði í aðgerðir til að sporna við fækkun í grágæsastofni hérlendis. Voru þær tillögur settar fram á grundvelli AEWA-samkomulagsins, sem Ísland er aðili að auk 84 annarra ríkja, um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í því sambandi voru nefndar tillögur um að aðgerðir yrðu tvíþættar; annars vegar yrði veiðitímabil stytt umtalvert og hins vegar bann lagt við sölu grágæsaafurða. Niðurstaðan varð sú að veiðitímabil var ekki stytt á grundvelli þeirrar reglugerðarbreytingar sem um ræðir og helst því óbreytt, en bann er lagt við sölu grágæsa og grágæsaafurða.

Bannið mögulega endanlegt

„Bændasamtök Íslands telja þá lendingu heppilegri,“ segir Þorvaldur Birgir Arnarsson, lögfræðingur samtakanna á sviði umhverfis-, loftslags- og auðlindamála.

„Ekki síst í ljósi þess að bændur í akuryrkju þurfi að hafa verkfæri til að verjast ágangi gæsa. Samtökin lögðu í umsögn sinni um málið til að skýrt yrði tekið fram í reglugerð að bann við sölu afurða gilti til 1. ágúst 2026, svo sem fram var tekið í lýsingu reglugerðarbreytingar í samráðgátt stjórnvalda,“ segir hann. Það gekk hins vegar ekki eftir í endanlegri reglugerð og því meiri líkur en minni á að bannið verði jafnvel endanlegt.

Þorvaldur segir jafnframt að 

Bændasamtökin leggi áherslu á mikilvægi þess að sannreyna stöðu stofnsins með áreiðanlegum talningum á þessum næstu þremur árum, áður en fyrir liggur sameiginleg alþjóðleg stjórnunar- og verndaráætlun Íslendinga og Breta. „Skotveiðifélag Íslands vék að því í umsögn sinni um málið að veiðarnar í dag valdi ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt sé að setja á sölubann tímabundið til að hjálpa stofninum að ná sér á strik,“ segir Þorvaldur.

Erfitt að sjá hvort verkuð afurð sé af grá- eða heiðagæs

Nú er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar en þó leyfilegt að selja uppstoppaða grágæs. Útflutningur á grágæsaafurðum er bannaður.

Í umsögnum frá veiðimönnum kom meðal annars fram að erfitt geti reynst að sýna fram á hvort verkuð bringa af gæs, eða aðrar gæsaafurðir, séu af grágæs frekar en heiðagæs. Verði því grágæs mögulega seld t.d. veitingahúsum sem heiðagæs. Því hefði verið farsælla að setja bann við sölu afurða allra gæsa.

Skylt efni: grágæs

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...