Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Afsláttur á hrámjólk felldur niður en boðið upp á þróunarstyrki í staðinn
Mynd / BBL
Fréttir 30. desember 2016

Afsláttur á hrámjólk felldur niður en boðið upp á þróunarstyrki í staðinn

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Auðhumla, sem er samvinnufélag í eigu um 600 kúabænda og móðurfélag MS, hefur kynnt nýtt fyrirkomulag við sölu á hrámjólk sem tekur gildi um áramót. Það felur í sér að 11% afsláttur á hrámjólk til smærri og nýrri framleiðenda verður aflagður en þess í stað verður minni aðilum í mjólkurvinnslu boðið að sækja um þróunarstyrki til Auðhumlu svf.

Í fréttatilkynningu segir að með breytingunni sé það von Auðhumlu að fleiri sjái sér hag í að þróa vörur úr hágæðamjólk frá íslenskum kúabændum og þannig stuðla að öflugri vöruþróun sem og breiðara vöruúrvali neytendum til heilla.

Um 10 milljónir króna í þróunarstyrki

Bændablaðið sendi fyrirspurn til Auðhumlu þar sem spurt var um hversu miklir fjármunir verði lagðir í þróunarstyrki til minni framleiðenda. Í svari segir að umsóknir um styrkina muni ráða því en gert sé ráð fyrir að upphæðin verði sambærileg og lagðist til við beinan útlagðan kostnað Auðhumlu við fyrra fyrirkomulag. Sú upphæð var í kringum 10 milljónir á ársgrundvelli. Ekki er búið að móta úthlutunarreglur en í tilkynningu Auðhumlu segir að þær verði kynntar á nýju ári.

Fyrstu 300 þúsund lítrarnir fengust á bændaverði

Þann 7. september 2016 tók Auðhumla svf. við allri sölu á hrámjólk til kaupenda sem hafa afurðastöðvaleyfi. Sú sala var áður á hendi Mjólkursamsölunnar. Síðla árs 2015 hóf MS að bjóða smærri framleiðendum og nýjum aðilum fyrstu 300 þúsund lítra af hrámjólk á sama verði og samsalan greiddi bændum. Þetta fyrirkomulag verður aflagt en í tilkynningu segir að Auðhumla hætti að greiða beinan útlagðan kostnað við fyrstu 300.000 lítrana af hrámjólk til minni framleiðenda, s.s. flutning (dreifingu), rannsóknarkostnað, mjólkureftirlit, birgðakostnað o.fl. sem sannanlega leggst á innvigtaða mjólk og metin hefur verið af verðlagsnefnd.

Heildarsalan um 3 milljónir lítra á ári

Síðustu fjóra mánuði hefur Auðhumla selt um 1 milljón lítra til óskyldra aðila og hafa viðskiptin aukist jafnt og þétt. Ekki er óvarlegt að ætla að heildarþörf minni framleiðenda sé í kringum 3 milljónir lítra en heildarframleiðsla mjólkur á Íslandi er um 150 milljónir lítra á ári. Átta fyrirtæki hafa afurðastöðvaleyfi og helmingurinn eru minni afurðastöðvar. Ekkert takmark er á því hversu mikla hrámjólk minni afurðastöðvar geta keypt.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...