Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember. Samkeppniseftirlitið hefur áfrýjað.

Í tilefni af dómnum sendi Samkeppniseftirlitið (SKE) kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra erindi þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms öðluðust búvörulög ekki lagagildi og þar með gilda samkeppnislög um samstarf og samruna kjötafurðastöðva fullum fetum. SKE greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

SKE vildi með erindi sínu gefa kjötafurðastöðvum kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sem kunna að nýtast við athugun á því hvernig bregðast skuli við dómnum.

Heimilt er að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar ef talið er að niðurstaða slíks máls geti haft fordæmisgildi eða verulega þýðingu við beitingu réttarreglna.

Að mati SKE er fordæmisgildið augljóst þegar kemur að beitingu samkeppnislaga vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum laganna.

Enn fremur getur niðurstaða málsins haft áhrif á túlkun 44. greinar stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

Málið hefur jafnframt mikla samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði.

SKE hefur beint þeim tilmælum til viðkomandi aðila að grípa ekki til neins konar aðgerða sem geta farið gegn samkeppnislögum á meðan málið er fyrir dómstólum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...