Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Líf og starf 9. maí 2023

Afmælisár Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga mun blása til afmælishátíðar í Fossselsskógi þann 24. júní nk. af tilefni þess að 80 ár eru síðan félagið var stofnað.

Skógræktarfélagið var stofnað 19. apríl 1943 og er sambandsfélag deilda sem stofnaðar voru í hreppum Þingeyjarsýslu. Fossselsskógur hefur verið helsta skógræktarsvæði félagsins.

„Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að hvetja til og styrkja skógrækt á sem flestum jörðum í sýslunni og skógarreitirnir urðu liðlega eitt hundrað. Árið 1960 tók félagið á leigu helming af Fossselsskógi og 1966 fékk félagið leigusamning um allan skóginn. Næstu áratugi varð skógurinn aðalræktunarsvæði félagsins. Auk Fossselsskógar hefur félagið gróðursett umtalsvert svæði í Hjallaheiði í Reykjadal. Hin síðari ár hefur
umhirða og nýting skóganna orðið aðalverkefni félagsins. Félagið hefur tekjur af höggi jólatrjáa og trén í Fossselsskógi hafa nú náð nýtingarstærð og munu næstu áratugi skila umtalsverðum viðarafla,“ segir í tilkynningu frá Agnesi Þ. Guðbergsdóttur, formanni Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga.

Nú verði grisjun og nýting skógarins mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. „Gömlu heimilisskógarnir eru yndisreitir á fjölmörgum bæjum í sýslunni og skógar félagsins í Fossseli og á Hjallaheiði eru fögur útivistarsvæði. Kolefnisbinding úr andrúmslofti er orðin mikilvægur hluti skógræktar á Íslandi og skógar félagsins binda árlega mikið kolefni og munu gera um langa framtíð.“

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar verða auglýstar þegar nær dregur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...