Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Líf og starf 9. maí 2023

Afmælisár Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga mun blása til afmælishátíðar í Fossselsskógi þann 24. júní nk. af tilefni þess að 80 ár eru síðan félagið var stofnað.

Skógræktarfélagið var stofnað 19. apríl 1943 og er sambandsfélag deilda sem stofnaðar voru í hreppum Þingeyjarsýslu. Fossselsskógur hefur verið helsta skógræktarsvæði félagsins.

„Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að hvetja til og styrkja skógrækt á sem flestum jörðum í sýslunni og skógarreitirnir urðu liðlega eitt hundrað. Árið 1960 tók félagið á leigu helming af Fossselsskógi og 1966 fékk félagið leigusamning um allan skóginn. Næstu áratugi varð skógurinn aðalræktunarsvæði félagsins. Auk Fossselsskógar hefur félagið gróðursett umtalsvert svæði í Hjallaheiði í Reykjadal. Hin síðari ár hefur
umhirða og nýting skóganna orðið aðalverkefni félagsins. Félagið hefur tekjur af höggi jólatrjáa og trén í Fossselsskógi hafa nú náð nýtingarstærð og munu næstu áratugi skila umtalsverðum viðarafla,“ segir í tilkynningu frá Agnesi Þ. Guðbergsdóttur, formanni Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga.

Nú verði grisjun og nýting skógarins mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. „Gömlu heimilisskógarnir eru yndisreitir á fjölmörgum bæjum í sýslunni og skógar félagsins í Fossseli og á Hjallaheiði eru fögur útivistarsvæði. Kolefnisbinding úr andrúmslofti er orðin mikilvægur hluti skógræktar á Íslandi og skógar félagsins binda árlega mikið kolefni og munu gera um langa framtíð.“

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar verða auglýstar þegar nær dregur.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...