Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti umhverfisviðurkenninguna 2. maí. Auk þess fékk lögreglan á Vesturlandi sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en embættið hefur náð fullum orkuskiptum. Nemendur í 10. bekk Árbæjarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins árið 2024 fyrir samþætt umhverfisverkefni sitt um sjálfbæra þróun.

Góður árangur í flokkun á lífrænum úrgangi

Sorpa annast meðhöndlun úrgangs, rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og sex endurvinnslustöðvum, sem reknar eru samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin sem eiga Sorpu; Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

Hlýtur Sorpa viðurkenninguna vegna þess góða árangurs sem náðst hafi í flokkun á lífrænum úrgangi á síðasta ári, í samstarfi við almenning. Ráðist hafi verið í mikilvæg umbótaverkefni sem gengu út á innleiðingu samræmds flokkunarkerfis og sérsöfnun matvæla á höfuðborgarsvæðinu.

Endurvinnsla á bömbum

Bambahús eru íslensk gróðurhús smíðuð úr galvaníseraðri stálgrind, klædd með 10 mm einangruðu gróður- húsaplasti. Við hönnun og smíði Bambahúsa er talið að sýnt hafi verið eftirtektarvert frumkvæði með því að nýta hráefni sem annars hefði verið fargað eða það sent úr landi, til dæmis á bömbum sem eru þúsund lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Vörur fyrirtækisins tali beint inn í hringrásarhagkerfið og sýni og sanni eina ferðina enn að það sem er úrgangur í augum eins getur verið gull í augum annars.

Skylt efni: Kuðungurinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...