Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti umhverfisviðurkenninguna 2. maí. Auk þess fékk lögreglan á Vesturlandi sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en embættið hefur náð fullum orkuskiptum. Nemendur í 10. bekk Árbæjarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins árið 2024 fyrir samþætt umhverfisverkefni sitt um sjálfbæra þróun.

Góður árangur í flokkun á lífrænum úrgangi

Sorpa annast meðhöndlun úrgangs, rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og sex endurvinnslustöðvum, sem reknar eru samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin sem eiga Sorpu; Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

Hlýtur Sorpa viðurkenninguna vegna þess góða árangurs sem náðst hafi í flokkun á lífrænum úrgangi á síðasta ári, í samstarfi við almenning. Ráðist hafi verið í mikilvæg umbótaverkefni sem gengu út á innleiðingu samræmds flokkunarkerfis og sérsöfnun matvæla á höfuðborgarsvæðinu.

Endurvinnsla á bömbum

Bambahús eru íslensk gróðurhús smíðuð úr galvaníseraðri stálgrind, klædd með 10 mm einangruðu gróður- húsaplasti. Við hönnun og smíði Bambahúsa er talið að sýnt hafi verið eftirtektarvert frumkvæði með því að nýta hráefni sem annars hefði verið fargað eða það sent úr landi, til dæmis á bömbum sem eru þúsund lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Vörur fyrirtækisins tali beint inn í hringrásarhagkerfið og sýni og sanni eina ferðina enn að það sem er úrgangur í augum eins getur verið gull í augum annars.

Skylt efni: Kuðungurinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f